Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 91

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 91
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Helstu niðurstöður: Um firhmtungur barna í 9. og 10. bekk grunn- skóla hafa alvarlegri þunglyndiseinkenni, að þeim forsendum gefnum að væg þunglyndiseinkenni séu á bilinu 1-10 stig og alvar- legri einkenni milli 11-30 stig. Marktækur munur var eftir kyni og tjáðu stúlkur sig oftar með þunglyndiseinkenni en drengir. Börn í 10. bekk reyndust marktækt hafa meiri þunglyndiseinkenni en þau sem yngri voru. í heild sýndu niðurstöður rannsóknarinnar að marktæk tengsl eru á milli alvarlegri þunglyndiseinkenna og allra lýðfræðilegu þáttanna, það er lægri menntunar foreldra, búsetu í dreifbýli og raskaðs fjölskylduforms. Helstu ályktanir: Þessar niðurstöður varpa ljósi á mikilvægi þess að skima fyrir vanlíðan hjá börnum og unglingum til að geta aðstoðað þau til að takast á við og vinna úr vanlíðan sem tengist daglegri tilveru þeirra og ef vel væri þyrfti að vera lykilþáttur í allri skólaheilsugæslu. V 56 Samanburður á áhrifum andlegrar og líkamlegrar líð- anar á foreldra heilbrigðra og veikra nýbura Guðrún Kristjánsdóttir1-2, Margrét Eyþórsdóttir1-2 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali gkrist@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman for- eldra heilbrigðra og veikra nýbura og aðlögun þeirra að foreldra- hlutverkinu hvað andlega og líkamlega líðan þeirra varðar. Efniviður og aðferðir: Notast var við framskyggnt langtímasnið (panel). Tilviljanaúrtak heilbrigðra nýbura úr Hreiðrinu og sæng- urkvennagangi og foreldrar allra barna sem útskrifuð voru af vökudeild á þeim tíma sem rannsóknin stóð yfir var valið. Samtals 220 foreldrar (63,2% heimtur) 100 úr Hreiðri, 52 af sængurkvenn- agangi og 68 af vökudeild. Þátttakendur svöruðu SCL90 spurn- ingalistanum um andlega og líkamlega líðan síðustu sjö daga fyrir heimferð af deild (T 0). Frekari gögnum var safnað í tveimur heimsóknum á heimili foreldranna, viku (T I) og sex vikum eftir útskrift (T II). í báðum heimsóknum svöruðu foreldrar aðlögun- arspurningalista Kenners auk lýðfræðilegra spurninga, og á TII svöruðu þau aftur SCL90 um andlega og líkamlega líðan. Helstu niðurstöður: Að teknu tilliti til kyns, aldurs og deildar sem dvalið var á hefur líðan fyrir heimferð (T 0) marktæk áhrif á for- eldraaðlögun eina viku eftir heimferð (p<0,001) sem síðan hafði marktæk áhrif á líðan þeirra sex vikum eftir heimferð (Beta= <0,05). Líðan fyrir heimferð er háð kyni, aldri og deild sem dvalið var á. Aðlögun einni viku eftir heimferð er aðeins háð kyni en líðan sex vikum eftir heimferð háð deild sem dvalið var á. Að teknu tilliti til kyns, aldurs og deildar sem dvalið var á hefur líðan við útskrift óháð aðlögun bein áhrif á líðan sex vikum eftir heim- ferð (p<0,001). Helstu ályktanir: Meta þarf andlega og líkamlega líðan foreldra fyrir heimferð frá fæðingarstofnun og heima fyrstu vikurnar eftir heimkomu og veita viðeigandi þjónustu bæði til fyrirbyggingar og íhlutunar ef ástæða þykir til þar sem líðan fyrir heimferð hafi áhrif á aðlögun og líðan. V 57 Rannsókn á breytingum á líkamsstærð barna sem fædd eru 1986,1991 og 1995 fram til 2002 Guðrún Kristjánsdóttir1'2, Aslaug Kristjánsdóttir1, Elínborg Einarsdóttir' ■Hjúkrunarfræðideild HI, 2Landspítali gkrist@hi.is Inngangur: Umræða er um hvort íslensk börn séu að þyngjast og rannsóknir sýna misvísandi niðurstöður þess efnis þó svo að flestum sýnist svo vera. Tilgangur var að rannsaka vaxtarsögu þriggja árganga íslenskra skólabarna til að athuga hvort greina megi breytingar á milli árganga. Efniviður og aðferðir: Urtak var tilviljunarúrtak 602 barna úr 14 völdurn grunnskólum fædd 1986, 1991 og 1995 á höfuðborgar- svæðinu. Kynjahlutföllum var haldið jöfnum, 299 stúlkur og 303 drengir í endanlega úrtakinu. Gögnum var safnað úr heilbrigð- iskrám barnanna. Skráð var hæð í cm og þyngd í grömmum og reiknaður líkamsþyngdarstuðull kg/m2 við fæðingu, 4, 6, 9, og 14 ára aldur. Skráð var kyn, lífaldur í mánuðum við mælingu og búseta eftir skólaheilsugæsluumdæmi. Helstu niðurstöður: Tilgátu um að íslensk börn á skólaaldri á Reykjavíkursvæðinu væru að þyngjast umfram hæð var hafnað. Tíðni of feitra drengja fer þó vaxandi, 1,0% drengja fæddra árið 1986 á móti 3,9% drengja fæddra 1995 við fjögurra ára aldur. Minni munur reynist þó í þessum sömu árgöngum við 6 ára aldur, eða 2,0% á móti 3,2%, og er ekki marktækur. Tíðni of feitra stúlkna fer hins vegar lækkandi. Við fjögurra ára aldur voru 6,9% stúlkna sem fæddar eru árið 1986 of feitar en 3,2% þeirra sem fæddar eru 1995. Við 6 ára aldur eru tölurnar 4,0% á móti 3,2% fyrir sömu árganga en ekki marktækur. í heild eru börn ekki að þyngjast umfram hæð en marktækur munur er eftir búsetu í Vesturbæ Reykjavíkur/Seltjarnarness annars vegar og Breiðholts hins vegar (p<0,01). Helstu ályktanir: Skoða verði nánar og fylgjast með líkamsstærð barna og hafa gætur á þeim þáttum sem tengjast þyngdaraukn- ingu umfram hæð fremur en að alhæfa um að þau séu að þyngjast. Niðurstöðurnar benda þó til að ákveðnir hópar barna í samfélag- inu séu að þyngjast umfram aðra og einnig léttast. V 58 Áhrifaþættir á notkun getnaðarvarna meðal unglings- stúlkna og pilta Sóley S. Bendcr Hjúkrunarfræöideild HÍ, læknadeild HÍ ssb@hi.is Inngangur: Rannsóknir á notkun getnaðarvarna meðal unglinga hafa einkum beinst að stúlkum og er algengt að skoða notkun eftir tegundum getnaðarvarna. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hvort munur væri á afstöðu kynjanna til notkunar getnaðarvarna og hvort sú afstaða ásamt öðrum áhrifaþáttum gæti skýrt út notkun getnaðarvarna meðal þeirra. Efniviður og aðferðir: Gerð var iandskönnun meðal 2500 ung- menna 17-20 ára sem valin voru eftir lagskiptri slembiúrtaks-. aðferð úr þjóðskrá, 20% piltar og 80% stúlkur. Gagnagreining' byggðist á kynferðislega virkum einstaklingum, alls 1405 ung- Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 91 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.