Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 94

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 94
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ innan 12 mánaða fyrir gagnasöfnunina. Fjölbreytuaðlögunarlíkan var prófað á úrtakið að fyrirmynd Roy (1999) með missisbreyt- um, samhengisbreytum og fjórum aðlögunarþáttum. Óháðu breytur rannsóknarinnar voru: missir ættingja eða vinar að teknu tilliti til samhengisbreyta, geta til að sinna eigin grunnþörfum, trú á eigin getu, virkni í hlutverkum, veittur stuðningur, upplifaður stuðningur. Háðu breyturnar voru: sjálfmetið líkamlegt og and- legt heilbrigði, sállíkamleg einkenni, kvíði og þunglyndi. Helstu niðurstöðiir: Niðurstöður sýndu marktæk tengsl milli missis ættingja eða vinar og andlegrar og líkamlegrar heilsu og vellíðunar. Þegar fjölbreytulíkanið var prófað, urðu tengslin veik- ari en þau héldust áfram marktæk. Kyn, aldur og menntun voru þær breytur sem spáðu fyrir um heilsu eftir missi. Niðurstöðurnar sýndu að með hækkandi aldri eru einstaklingar líklegri til að meta líkamlega heilsu sína sem slæma. Hins vegar voru yngri einstakl- ingar marktækt líklegri til að vera kvíðnir eftir missi. Yngri konur og þeir sem rninni menntun höfðu voru líklegri til að finna fyrir þunglyndi og sállíkamlegum einkennum og eldri konur voru lík- legri til að meta heilsu sína slæma. Pegar tekið var tillit til annarra samhengisbreytna (annar missir/áföll) reyndist missir vinar vera það eina sem marktækt spáði fyrir um sállíkamleg einkenni og missir barns á öllum aldri það eina sem marktækt spáði fyrir um sjálfmetna andlega heilsu. Líkt og fram kemur í aðlögunarlíkani Roys tempra aðlögunarþættir áhrif allra annarra þátta líkansins. Helstu ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að þörf sé fyrir frekari rannsóknir á þessu sviði og ennfremur að það sé brýnt að hjúkrunarfræðingar hafi vakandi auga og beini athygli sinni meir að þeim sem nákomnir eru deyjandi sjúklingum og bjóði þeim og þrói samhliða þá hjúkrun sem þeir eru í þörf fyrir. V 65 Viðhorf íslendinga til geðdeyfðarlyfja og þættir sem hafa áhrif á viðhorfin Þórdís Olafsdóttir, Magnús Gottfreðsson, Engilbert Sigurðsson Lyfjafræði- og læknadeild HI, Landspítali ihoIafsdottir@actavis.is / engilb5@landspiialUs Inngangur: í Ijósi algengis og alvarleika þunglyndis og ekki síður vegna vaxandi notkunar geðdeyfðarlyfja er mikilvægt að kanna þekkingu og viðhorf fólks til lyfjanna og hvaða þættir virðast helst móta viðhorfin. Efniviður og aðferðir: Valdir voru af handahófi 2000 íslendingar úr þjóðskrá á aldrinum 18-80 ára. Saminn var spurningalisti sem þeim var sendur í pósti þar sem spurt var um viðhorf til geðdeyfð- arlyfja (12 spurningar), bakgrunn þátttakenda og reynslu af notk- un lyfjanna (7) og þekkingu á þeim (12 spurningar). Niðurstöður: Svarhlutfall var 47,3%. Fram kom að flestir gátu hugsað sér að taka inn geðdeyfðarlyf við þunglyndi (71,5%) sem og að hvetja nána vini eða ættingja til hins sama (61,5%). Að auki nefndi stór hluti (69,8%) geðdeyfðarlyf sem virka meðferð við þunglyndi. Fordómar gagnvart notkun þeirra reyndust litlir, en þrátt fyrir að hátt hlutfall svarenda teldi að hvorki dagleg geð- deyfðarlyfja- (49,5%) né gigtarlyfjanotkun (70,0%) einstaklinga sem þeir eru að kynnast drægi úr áhuga á nánari kynnum, voru þeir marktækt fleiri sem töldu að dagleg geðdeyfðarlyfjanotkun hefði slík áhrif (20,7% á móti 8,8%). Tæplega helmingur (41,4%) taldi ávísanir á þunglyndislyf of algengar. Nær helmingur þátt- takenda vissi ekki að vikuleg eða tíðari áfengisnotkun dregur úr virkni lyfjanna og minnkar líkur á bata í þunglyndi. Konur voru líklegri en karlar til að telja óhefðbundna meðferð eins og heilun, nudd og grasalækningar virka meðferð við þunglyndi (p<0,05). Alyktanir: Þekking almennings á notagildi geðdeyfðarlyfja reynd- ist nokkuð góð og höfðu þeir einstaklingar sem betur voru upp- lýstir oftar jákvætt viðhorf til notkunar þeirra. Viðhorf íslendinga til geðdeyfðarlyfja reyndust jákvæðari en viðhorf í erlendum könnunum og kann það meðal annars að skýra meiri notkun þeirra hér á landi. V 66 Forvarnir aftanlæristognana í knattspyrnu Arni Arnason1-2'3, Stefán B. Sigurösson2, Ámi Guðmundsson, Thor Einar Andersen1, Lars Engebretsen', Roald Bahr' 'Oslo Sports Trauma Research Center, Norwegian University of Sport and Physical Education, Osló, 2Lífeölisfræðistofnun, læknadeild HÍ, 3sjúkra- þjálfunarskor læknadeildar HÍ arnama@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að allt að 16% meiðsla í knatt- spyrnu eru aftanlæristognanir. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi aftanlæristognana meðal knattspyrnumanna í efstu deildum á Islandi og í Noregi og kanna hvort eksentrísk styrk- þjálfun og vöðvateygjur gætu dregið úr tíðni þessara meiðsla. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru leikmenn frá 16 af 20 knattspyrnuliðum í tveimur efstu deildum karla á Islandi og öllum 14 liðunum í norsku úrvalsdeildinni. Rannsóknin hófst árið 1999 á Islandi og árið 2000 í Noregi með því að sjúkra- þjálfarar skráðu meiðsli og þjálfarar skráðu þátttöku leikmanna í æfingum og leikjum. Á árunum 2001-2002 var reynt forvarnarpró- gramm, sem var samsett úr léttum teygjum í upphitun, liðleika- þjálfun fyrir aftanlærisvöðva og eksentrískri styrkæfingu (Nordic hamstring). Árið 2001 var óskað eftir því við öll íslensku liðin að þau notuðu allt prógrammið, en norsku liðin voru aðeins beðin um að nota teygjur í upphitun ásamt liðleikaþjálfun. Árið 2002 var óskað eftir því við öll liðin í báðum löndunum að þau notuðu léttar teygjur í upphitun og eksentríska styrkþjálfun. Niðurstöður: Þau lið sem notuðu léttar teygjur í upphitun ásamt liðleikaþjálfun fengu sambærilega tíðni aftanlæristognana og árið áður (0,54 meiðsli/1000 klst.), og heldur hærri tíðni en þau lið sem ekki notuðu slíka þjálfun (0,35 meiðsli/1000 klst). Þau lið sem notuðu eksentríska styrkæfingu fengu færri aftanlæristognanir (0,22 meiðsli/1000 klst.) en þau lið sem ekki notuðu slíka þjálfun (0,44 meiðsli/1000 klst). Ályktanir: Eksentrísk styrkþjálfun með „Nordic hamstring“ virð- ist fækka aftanlæristognunum meðal knattspyrnumanna. V 67 Sjúklingar með langvinna lungnateppu eru oft með skert heilsutengd lífsgæði, kvíða og þunglyndi við útskrift af sjúkrahúsi Gunnar Guömundsson1, Stella Hrafnkelsdóttir1, Christer Janson2, Þórarinn Gíslason1 ‘Lungnadeild Landspítala, 2lungnadeild háskólasjúkrahússins Uppsölum, Svíþjóð ggudmund@landspitali.is 94 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.