Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 99

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 99
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Efniviður og aðferðir: (+)-Handhverfa úsnínsýru var einangruð úr fléttunni Cladonia arbuscula (hreindýrakrókar) og (-)-formið úr Alecloria ochroleuca (skollakræða). Efnabygging og hreinleiki efnanna voru staðfest með 'H og 13C NMR og mælingum á opt- ískum snúningi pólariseraðs ljóss. Skífunæmispróf voru gerð til skimunar gegn 4 örverutegundum frá munnholi; Streptococcus mutans, Streptococcus sanguis, Lactobacillus og Candida albic- ans og 2 algengum sýklum; Escherichia coli og Staphylococcus aureus. Þynningarnæmispróf voru gerð á tvenns konar örveru- ræktum; fljótandi rækt og örveruþekjurækt. Niðurstöður: Handhverfur úsnínsýru voru jafnvirkar gegn öllum Gram jákvæðu bakteríunum sem prófaðar voru. Mesta virkni var gegn Streptococcus sanguis og voru MIC (minimum inhibitory concentration) og MBC (minimum bactericidal concentration) gildi jöfn í fljótandi rækt; 3,9 p.g/ml. Ályktanir: Enginn munur var á örveruhemjandi virkni hand- hverfanna tveggja. Eins og búast mátti við, miðað við niðurstöður sem fengist hafa fyrir sýklalyf og önnur örveruhemjandi efni, voru bakteríurnar ónæmari fyrir virkni úsnínsýru þegar þær voru ræktaðar í örveruþekju samanborið við fljótandi rækt. V 79 Veiruhemjandi efni úr íslenskum fléttum Anna Kristín Óladóttir'. Þorgerður Árnadóttir2, Auður Antonsdóttir2, Hörður Kristinsson3, Kristín Ingólfsdóttir' ‘Lyfjafræðideild HÍ, 2Rannsóknastofa í veirufræði Landspítala, 3Náttúru- fræðistofnun Islands, Akureyrarsetur annao@hLis Inngangur: Markmið var að rannsaka innihaldsefni ellefu íslenskra fléttna (sambýli sveppa og þörunga) efnafræðilega og skima fyrir veiruhemjandi virkni þeirra gegn þremur veiruteg- undum; RSV (respiratory syncytial virus), HSVI (herpes simplex virus type I) og HSV II (herpes simplex virus type II). Efniviður og aðferðir: Útdrættir úr fléttunum voru gerðir í Soxhlet búnaði með misskautuðum leysiefnum og veiruhemj- andi virkni þeirra metin in vitro með PRA (Plaque Reduction Assay) aðferð. Auk þess voru eituráhrif fléttuefnanna á ósýktar apanýrnafrumur (MA 104) metin með smásjárskoðun og litun. I hverjum útdrætti eru fjölmörg efni og til að þrengja leit að virku efni er stuðst við lífvirknileidda einangrun (bioguided fraction- ation). Við einangrun virkra efni á hreinu formi er notuð SPE (solid phase extraction) súluskiljun og þunnlagsgreining (TLC). Sameindabyggingar virkra efna eru einkum skilgreindar með vetnis- og kolefniskjarnagreiningu ('H og 13C NMR). Niðurstöður: Útdrættir úr fimm fléttutegundum sýndu marktæka veiruhemjandi virkni gegn öllum veirunum þremur; Parmelia sax- atilis (snepaskóf), Cladonia subcervicornis (skorulauf), Peltigera kristinssonii (dældaskóf), Alectoria nigricans (surtarkræða) og Cetraria islandica (fjallagrös). Almennt höfðu útdrættirnir öflugri áhrif á RS-veiruna heldur en herpes simplex veirurnar. Fléttuefnin höfðu í flestum tilvikum engin eituráhrif á MA 104 frumurnar í þeim styrkleika sem sýndi veiruhemjandi áhrif. Ályktanir: Veiruhemjandi virkni var staðfest fyrir innihaldsefni fimm fléttutegunda. Virknin var nægilega öflug til að verð- skulda frekari rannsóknir þar sem virk efni verða einangruð úr útdráttum, hreinsuð og greind til að ákvarða sameindabyggingu. Veiruhemjandi virkni hreinna skilgreindra efna verður borin saman við virkni markaðssettra lyfja. V 80 Þróun á alginatfilmum til notkunar í munnholi Skúli Skúlason1-2, Magnes S. Ásgeirsdóttir1, Þórdís Kristmundsdóttir1 'Lyfjafræðideild HÍ, 2Líf-Hlaup ehf. skulis@hi.is Inngangur: Vaxandi áhugi er á að nota lífhimnubindandi filmur til að gefa lyf staðbundið í munnhol eða systemískt um munnhol- ið. Markmið verkefnisins var að þróa aðferð sem gefur einsleitar filmur en hafi jafnframt ekki áhrif á eiginleika burðarefna og lyfja. Margar fjölliður hafa góða lífhimnubindandi eiginleika og henta því sem burðarefni. Efniviður og aðferðir: Notaðar voru þrjár mismunandi fjölliður til að búa til himnur og voru þær bornar saman með tilliti til viðloðunar-, slitþols- og bólgnunareiginleika. Fjölliðurnar voru karbopól 981 NF, karbopól 1382 og natríum alginat. Hýdroxýpró pýlmetýlcellulosa (HPMC) var notuð með fjölliðunum til að bæta eiginleika filmanna. Viðloðunar- og slitþolsmælingar voru fram- kvæmdar með TA-XT2Í texture analyser. Gervimunnvatnslausn var notuð til að meta bólgnun og sundrun filmanna. Niðurstöður: Allar filmurnar sýndu ágæta viðloðunareiginleika en alginatið gaf bestu niðurstöðurnar. Bólgnun karbopólfilmanna var óviðunandi þar sem bólgnunin fól aðallega í sér verulega aukningu á flatarmáli þeirra. Bólgnun alginatfilmanna var við- unandi og kom í ljós að þær vildu eyðast/sundrast eftir tiltekin tímabil í munnvatnslausninni háð styrk alginatsins í samsetn- ingunni. Slitkraftur og teygjanleiki filmanna var metinn með slitþolsprófi en með auknu HPMC magni jókst slitkraftur þeirra. Alginatfilmurnar höfðu mestan slitkraft en jafnframt minnstan teygjanleika. Niðurstöður sýndu að magn mýkingarefnis hafði áhrif en eftir því sem styrkur mýkingarefnisins jókst, þá minnkaði viðloðun og slitkraftur filmanna. Ályktanir: Þróuð var aðferð til að framleiða slímhimnubindandi filmur. Aðferðin er einföld í framkvæmd og hægt að nota sömu framleiðsluaðferðina fyrir mismunandi fjölliður. Niðurstöður sýndu að alginat getur hentað vel sem burðarefni í filmur. V 81 Aukin leysni torleystra fléttuefna af flokki díbensófúr- ana, depsíða og depsídóna og virkniprófanir á illkynja frumur I’órdís Kristmundsdóttir1, Elsa Jónsdóttir1, Helga Ögmundsdóttir2-3, Kristín Ingólfsdóttir' 'Lyfjafræðideild HÍ, 2rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Krabba- meinsfélagi íslands, 3Iæknadeild HÍ thordisk@hi.is Inngangur: Það hefur torveldað rannsóknir á vaxtarhemjandi áhrifum fléttuefna á illkynja frumur hversu torleysanleg mörg fléttuefni eru. Þó svo að oft sé hægt að leysa fléttuefnin upp í leysum eins og DMSO, etanóli eða tetrahydrofuran þá eru þetta ekki kjörleysar fyrir prófanir á virkni á frumulínur. Markmið Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.