Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 105

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 105
AGRIP VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl æðasjúkdóma í eftirfylgni sem stóð í allt að 30 ár. Slagbilsþrýstingur var heppilegasta spábreyta dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma og dauða af hvaða orsök sem er. Konur með háþrýsting sem ekki náðu meðferðarmarkmiðum voru í meiri hættu á hjarta- og æða- sjúkdómum en samsvarandi hópur karla. V 96 Beinhagur sjúklinga með herslismein Bjarki Þór Alexandersson1, Árni Jón Geirsson3, Gunnar Sigurðsson1-3, ísleifur Ólafsson4, Leifur Fransson5, Björn Guðbjörnsson1'2 'Læknadeild HÍ, 2rannsóknarstofa í gigtsjúkdómum, 3lyflækningasvið, JRannsóknarstofnun, 5erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala bjomgu@landspiudi.is Bakgrunnur: Herslismein (Systemic Sclerosis) er sjaldgæfur fjölkerfasjúkdómur. Sjúklingar með herslismein verða oft fyrir hreyfifötlun meðal annars vegna vöðvabólgu (myositis) og ann- arra stoðkerfiseinkenna, þeir fá frásogstruflanir í meltingarfærum og þessir sjúklingar eru oft meðhöndlaðir með sykursterum og annarri ónæmisbælandi meðferð. Allt þetta getur valdið bein- þynningu. Markmiðið var að mæla beinþéttni og meta beinum- setningu í öllum sjúklingum með herslismein er greinst hafa á íslandi og meta hvort sérstakra ráðstafana sé þörf með tilliti til beinverndar. Efniviður og aðferðir: Fjöldi sjúklinga var 29,24 sjúklingar komu til rannsóknar. Meðalaldur hópsins var 61 ár, fjórir karlar og 20 konur, þar af 16 komnar í tíðahvörf. Tólf sjúklingar höfðu bein- brotnað og fjórir einstaklingar voru á bisfosfónatmeðferð. Sjúklingum var boðið að koma í viðtal með tilliti til áhættu- þátta fyrir beinþynningu og sjúkdómsvirkni þeirra var metin, með tilliti til herslismeinsins. Pátttakendur skiluðu þvagprófi og gáfu blóðsýni til mælinga á efnavísum, svo sem alkalískum fosfatasa, osteokalsíni og CrossLaps. Pá gengust allir sjúkling- arnir undir fullkomna DEXA mælingu. Niðurstöður: Sjúklingahópurinn í heild var með kalsíumútskilnað undir viðmiðunarmörkum. Beinvísar voru hins vegar eðlilegir. DEXA mælingar sýndu að átta sjúklingar höfðu beinrýrnun en þrír beinþynningu. Samanborið við einstaklinga á sama aldri (Z-gildi) þá voru sex sjúklingar með beinþéttni einu staðalfráviki neðan aldursviðmiðana. Ályktanir: íslenski sjúklingahópurinn er lítill og því verður að takmarka ályktanir. f heild virðist hópurinn hafa eðlilega beinum- setningu og beinþéttni, en einstaka sjúklingar voru þó með lægri beinþéttni borið saman við aldursviðmið og virðist ástæður þess vera margvíslegar. V 97 Há tíðni oxasillín ónæmra en penisillín næmra pneumókokka í leikskólum á íslandi Karl G. Kristinsson1, Þóra Gunnarsdóttir1, Helga Erlendsdóttir1, Brynja Laxdal2, Þórólfur Guðnason2 'Sýklafræðideild og 2barnadeild Landspítala karl@landspitali. is Inngangur: Penisillín ónæmi er vaxandi vandamál við meðferð pneumókokkasýkinga. Skimað er fyrir penisillín ónæmi með því að athuga næmi fyrir oxasillín lyfjaskífum. Flestir oxasillín ónæm- ir stofnar eru líka penisillín ónæmir. Há tíðni oxasillín ónæmra en penisillín næmra pneumókokka var hvatinn að rannsókn á sameindafaraldsfræði ónæmra pneumókokka á leikskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var hluti þriggja ára fjölsetra rannsóknar til að minnka ónæmi hjá pneumókokkum í börnum (European Resistance Intervention Study, EURIS). Börnum á leikskólum í Kópavogi og Hafnarfirði var boðin þátttaka. Eftir upplýst samþykki voru nefkoksstrok tekin tvisvar hvern vetur í þrjú ár og ræktuð fyrir pneumókokkum. Skimað var fyrir penisill- ín ónæmi með oxasillín skífuprófi. Lágmarksheftistyrkur (LHS) penisillíns var mældur hjá ónæmu stofnunum (E-test) sem svo voru hjúpgreindir og stofnagreindir með rafdrætti eftir skerði- bútun á DNA (PFGE). Niðurstöður: Alls ræktuðust 4118 pneumókokkar frá 7082 nef- koksstrokum úr 1-6 ára börnum (meðalaldur 4,1 ár, beratíðni 55%). 1119 (27%) voru oxasillín ónæmir og penisillín LHS þeirra var: <0,047 mg/1, 777 stofnar; 0,064, 95; 0,094, 20; 0,125-0,94, 227 og >1,0. Þeir tilheyrðu 59 klónum, þar af 88% stofnanna 10 klón- um og 47% þremur algengustu klónunum. Algengustu klónarnir voru af hjúpgerðum 6A (n=220), 23F (n=189) og 9V (n=105) og fundust þeir í 81-96% af leikskólunum 27. Ályktanir: Oxasillín ónæmir og penisillín næmir klónar hafa náð talsverðri útbreiðslu á leikskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Stofnarnir hafa hækkaðan lágmarksheftistyrk fyrir penisillíni og gætu verið að þróast í penisillín ónæma stofna. V 98 Andnauð fyrir og eftir sex vikna endurhæfingu lungna- sjúklinga Elfa Dröfn Ingólfsdóttir, Guöbjörg Pctursdóttir, Marta Guöjónsdóttir Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð DeildB3@REYKJA L UND UR. is Andnauð er algengt einkenni hjá lungnasjúklingum. Mat á and- nauð (MAT, Shortness of Breath Questionnaire) er mælitæki sem metur andnauð við athafnir daglegs lífs hjá einstaklingum með langvinnan lungnasjúkdóm. MAT byggist á 24 spurningum sem sjúklingurinn svarar sjálfur og gefa samanlagt stig frá 0 (engin mæði) og upp í 120 (mesta mæði). Markmiðið var að meta áhrif sex vikna alhliða endurhæfingar á andnauð. Spurningalistinn hafði áður verið þýddur og forpróf- aður hjá 38 sjúklingum með langvinna lungnateþpu (LLT) og reyndist áreiðanleikastuðull hár (a=0,94) (Dóróthea Bergs, MSN). Af 210 sjúklingunr sem lagðir voru inn á lungnadeild Reykjalundar á 15 mánaða tímabili, svöruðu 206 listanum á fullnægjandi hátt, bæði við innlögn og við útskrift, en svo taldist vera ef að minnsta kosti 19 spurningum hafði verið svarað. Með- alaldur±SD var 63,7 ±11,0 ár. Meirihluti sjúklinganna hafði LLT, en aðrir algengir sjúkdómar voru kæfisvefn, bandvefssjúkdómar í lungum og asmi. Öndunarmæling sem gerð var við komu sýndi FEVl 1,68±0,82 L (67±25% af áætluðu) og FEVl/FVC 0,60±0,16. Líkamsþyngdarstuðull (BMI) var 30,5±7,8 kg/m2. Heildar andnauðarstig lækkuðu úr 50,4±22,8 við innlögn í Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.