Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 107

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 107
AGRIP VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl Willebrand faktors (vWF:ac) var mæld sem ristocetin kofakt- or (vWF:RCo) og/eða kollagen binding (vWF:CB). Skilyrt var að mælingin væri lág í tveimur sýnum frá sama einstaklingi. I mælingahlutanum voru 39 (62%) þátttakenda með (RB) mældir auk 151 einkennalauss í viðmiðunarhópi. Niðurstöður: Af 809 sem svöruðu voru 63 (8%) með RB ef langar tíðablæðingar voru ekki taldar með. RB var til staðar hjá 7% pilta og 10% stúlkna (en hjá 14% stúlkna ef blæðingar s8 dagar voru teknar með). Minnkuð vWF:ac var hjá hjá 26% í RB hópi en 8% í viðmiðunarhópi (p=0,0044). Af 10 sem voru með lágan vWF: ac uppfylltu tveir skilgreiningu fyrir von Willebrands sjúkdóm (vWD) (lágur vWF:ac með fjölskyldusögu) en ekki hinir átta. Enginn úr viðmiðunarhópi uppfyllti skilgreiningu fyrir vWD. Af þeim sem mældust með minnkað vWF:ac voru 20/22 (91%) í blóðflokki O (55% íslendinga eru í blóðflokki O). Einstaklingar í blóðflokki O voru með lengri PFA-100 lokunartími (CT coll/epi eða CT coll/ADP) og CT var í öfugu hlutfalli við vWF. RB og lágur vWF:ac var til staðar hjá 1,8% þeirra sem voru rannsak- aðir. Ályktanir: Minnkuð vWF virkni (vWF:ac) er marktækur áhættu- þáttur fyrir RB hjá unglingum jafnvel þótt vWD væri ekki til stað- ar. Minnkuð virkni vWF var oftast tengd blóðflokki O. Skimpróf (BT and CT) tengdust minnkaðri vWF:ac hjá einstaklingum með blæðingaeinkenni. V 102 Greining Campylobacter smits í saur alifugla, saman- burður á PCR tækni og hefðbundnum ræktunaraðferðum Sigríður Hjartardóttir1, Vala Friðriksdóttir', Signý Bjarnadóttir', Guðbjörg Jónsdóttir', Katrín Ástráðsdóttir', Eggert Gunnarsson', Jarle Reiersen2 'Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, 2embætti yfirdýra- læknis sigrhj@hi.is Inngangur: Campylobactersýking er algengasta orsök matar- sýkinga á íslandi í dag. Ein aðaluppspretta sýkingarinnar eru alifuglar, sérstaklega þó kjúklingar en neysla á kjúklingum hefur stóraukist á kostnað annarra kjötafurða hin síðari ár. Á Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum er unnið við eftirlit á Campylobactermengun í alifuglaeldi. Eftirlitið byggist á því að tekin eru saursýni úr fuglunum fyrir slátrun og þeim sáð út með hefðbundnum aðferðum á sértækan agar sem greinir Campylobacterþyrpingar frá öðrum bakteríum í saur. Þeim eldishópum sem greinast Campylobacter jákvæðir er slátrað sér og kjötið fryst. Jafnframt eru tekin botnlangasýni úr hverjum sláturhópi og ræktað frá þeim á sama hátt og saursýnunum. Stundum kemur fyrir að Campylobacter greinist við slátrun en ekki í eldi. Pá getur krossmengun átt sér stað ntilli neikvæðra og jákvæðra hópa í sláturhúsinu og hætta á að menguð vara fari á ntarkað. Mikilvægt er að fá að vita með sem stystum fyrirvara um ástand eldisstofnsins áður en til slátrunar kemur. Efniviður og aðferðir: Tekin voru sýni úr eldisfuglum yfir sum- armánuðina árið 2004. Saursýnunum var sáð á tvær tegundir af sértækum agar auk þess sem DNA var einangrað úr sýnunum. Notaðir voru vísar sem magna upp raðir á 16S rRNA baktería sem tilheyra flokki Campylobacter spp. Niðurstöður: Niðurstaðan er sú að sameindalíffræðilega aðferðin, PCR tæknin, er bæði næmari og hraðvirkari en hefðbundnu rækt- unaraðferðirnar en hún tekur um það bil átta klukkustundir á móti 48 klukkustundum sem ræktanirnar taka. Ályktanir: Til þess að tryggt sé að menguð vara blandist ekki saman við ómengaða við slátrun þarf að stytta þann tíma sem tekur að greina Campylobacter í saur eldisdýra. PCR aðferðin er kjörin til þessara nota. V 103 Selen og glútationperoxídasavirkni (GPX virkni) í blóði úr meðgengnum og ólembdum ám og selen í heysýnum á riðulausum bæjum, fjárskiptabæjum og riðubæjum á ís- landi Þorkell Jóhannesson', Kristín Björg Guðmundsdóttir2, Tryggvi Eiríksson3, Jed Barash1-2', Jakob Kristinsson', Sigurður Sigurðarson2 'Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði Lyfjafræðistofnun HÍ, 2rannsókna- deild yfirdýralæknis í dýrasjúkdómum að Keldum, 3Rannsóknastofnun landbúnaðarins Keldnaholti, *Fulbright styrkþegi kristigu@huis Inngangur: Kannað var hvort selen (Se) í heyi eða Se og GPX virkni í blóði sauðfjár gæti tengst staksettri (sporadic) uppkomu riðuveiki hér á landi. Efniviður og aðferðir: Bæjum var skipt í þrjá flokka. Fyrsti flokk- ur: riðulausir bæir á riðusvæðum. Annar flokkur: fjárskiptabæir (riða komið upp eftir 1980, en síðar skipt um fé). Priðji flokkur: riðubæir (riða í gangi á rannsóknatímabilinu). Heysýnum (rúllu- baggar, 88 sýni) var safnað á 19 bæjum (14 í Vatnsdal og Víðidal) af uppskeru áranna 2002 og/eða 2003 og Se ákvarðað. Selen og virkni GPX var ákvarðað í blóð áa á átta riðulausum bæjum og fjárskiptabæjum í Vatnsdal, fyrst ólembdra haustið 2002 og síðar lembdra vorið 2003. Þá var Se ákvarðað í blóði ólembdra áa á fjór- um riðubæjum. Loks var aflað gagna frá 20 dýralæknum um land allt um tíðni einkenna um selenskort. Niðurstöður: Þéttni Se var lítil eða mjög lítil í öllum heysýnum og var staðtölulega hin sama í öllum flokkum. Gögn frá dýralæknum bentu til þess að einkenni um selenskort þekkist um land allt. Þéttni Se í blóði ánna ólembdra (haust) var marktækt meiri en lembdra (vor). Virkni GPX, sem að öllu jöfnu ákvarðast af magni Se, minnkaði einnig marktækt frá hausti til vors, en hlutfallslega minna. Enginn marktækur munur var á þéttni Se eða virkni GPX milli flokka. Ályktanir: Þéttni Se í heyi bendir sterklega á selenskort. Sam- kvæmt gögnum dýralækna gæti selenskortur verið um allt land. Við byrjandi selenskort minnkar virkni GPX minna en nemur minnkun á Se þéttni, og er því varasamt að nota GPX óskilyrt sem mælikvarða á Se þéttni. Olíklegt er að Se tengist beint upp- komu á staksettri (sporadic) riðu í sauðfé á íslandi. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 107
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.