Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Síða 27

Frjáls verslun - 01.04.2006, Síða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 27 FORSÍÐUEFNI mér að fyrirtæki sem væri svona illa farið og svona illa rekið hlyti að hafa eintóma vitleysinga í vinnu. Ég gat ekki ímyndað mér að nokkur maður með fullu viti næði háum starfsaldri miðað við þessar aðstæður. Ég tók því sem nánast sjálfgefnu að við yrðum að skipta út heilu blokkunum af stjórnendum í fyrirtækinu. Mér til mikillar furðu var eins og það kviknaði nýtt líf eftir að við tókum við rekstr- inum og þarna leyndist fullt af duglegu fólki með góðar hugmyndir. Það tók okkur opnum örmum, bauð okkur velkomna og gat ekki beðið eftir því að byrja að vinna að endurreisn fyrirtækisins.“ Ólst upp í skátunum Sem barn tók Sverrir virkan þátt í skátastarfi í Vogahverfinu. Hann segist hafa byrjað sem ylfingur sjö ára eða um leið og hann hafði aldur til. „Þetta var mitt líf og yndi og ég var öllum stundum í skátastússinu,“ segir Sverrir. „Félagið sem ég var í hét Skjöld- ungar og við vorum mikið í alls kyns fjallaferðum og útilegum. Skjöldungar áttu skála uppi á Hellisheiði og við fórum þangað iðulega um helgar.“ Sverrir segist stundum velta því fyrir sér hvað tíðarandinn er öðruvísi í dag en þegar hann var krakki. „Þegar ég var tólf ára þótti ekkert tiltökumál að skrifa miða og setja á ísskápinn þar sem stóð að maður væri farinn upp á Hellisheiði yfir helgina. Síðan tók maður strætó upp í Lækjarbotna og fór á puttanum upp á heiði. Ég er hræddur um að þetta þætti lauslátt uppeldi í dag.“ Sverrir var tengdur skátunum þar til hann fór í menntaskóla en þá breyttust áherslurnar í lífinu. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi, hefur þekkt Sverri frá tíu ára aldri og þeir léku sér mikið saman sem krakkar. Þeir kynntust í skátunum og urðu fljótlega bestu vinir. ,,Á tímabili fórum við nánast um hverja helgi upp í skála og þar sem Sverrir er geysilega líflegur og skemmtilegur félagi brölluðum við ýmis- legt saman, fórum á skíði og gengum á fjöll. Hann gat líka verið uppátektasamur, það er stutt í hlátur í honum og hann er mikil húmoristi en Sverrir er ekki fullkominn frekar en nokkur annar. Hann átti það til að halda fyrir mér vöku með hrotum í skálanum, helvítið af honum, og mér skilst að hrot- urnar hafa versnað með aldrinum.“ Guðmundur segir að þeir hafi farið saman á alheimsmót skáta í Kanada um fermingu og í nokkurra vikna rútuferð um Bandaríkin í framhaldi af því. „Ferðin var geysilega skemmtileg og okkur mikil og dýrmæt reynsla.“ Páll Viggósson, æskufélagi Sverris, segir vin sinni afskaplega seinþreyttan til leiðinda, en þegar hlaupi í hann rjúki hann upp eins og raketta. „Sverrir er langt frá því að vera skaplaus og getur orðið alveg foxillur, en sem betur fer rjátlar fljótt af honum. Hann er líka mikill prakkari í sér og gerði manni stundum ljóta grikki í gamla Verkefni næstu mánaða er að sameina allar verslanirnar undir Árdegi. Skarphéðinn Berg: SVAF Í FATASKÁPNUM Skarphéðinn Berg Steinarsson, bróðir Sverris, segir litla bróður sinn alltaf hafa verið skemmtilegan og mikið að gerast í kringum hann. Sverrir var líka mjög útsjónarsamur og uppátektasamur sem krakki og eftir á að hyggja sýndi hann ungur vísbendingar um viðskiptavit. „Hann var aldrei að hangsa yfir hlutunum og gekk í málin og var fljótur að finna lausnir. Eins og gerist með yngri bræður vildi Sverrir líkjast okkur Ingvari á vissu æviskeiði en við erum báðir eldri en hann. Á heimili okkar háttaði þannig til að við Ingvar vorum með herbergi á sömu hæð en vegna plássleysis var ekkert herbergi fyrir Sverri þar. Hann lét það þó ekki aftra sér og útbjó sér svefnaðstöðu í fataskáp á hæðinni.“ Að sögn Skarphéðins var skápurinn ekki stærri en svo að fæturnir á Sverri stóðu út úr skápnum á nóttinni og þar svaf hann á meðan sú lausn hentaði honum. Guðmundur Ármann: HEIMASMÍÐAÐ MÓTORHJÓL Guðmundur Árnann Pétursson, æskuvinur Sverris og félagi hans úr skátunum, segir að Sverrir hafi alltaf verið með eindæmum heppinn. „Sverrir komst á sínum tíma yfir heimasmíðað mótorhjól. Ég veit ekki hvar hann fékk hjólið en hann hlýtur að hafa keypt það, ég hef aldrei þekkt Sverri sem nógu laghentan til að smíða það sjálfur. Hjólið var lágt og skelfilega ljótt en þrátt fyrir það var Sverrir mjög stoltur af hjólinu og þrusaðist á því fram og aftur við skátaskálann Skæra upp á Hellisheiði. Einu sinni var hann á leiðinni niður í Litlu kaffistofuna að kaupa nammi og gos en þá vildi ekki betur til en að hjólið brotnaði í tvennt undir honum. Sverri tókst með erfiðismunum að drasla hjólinu upp á þjóðveg en vissi aftur á móti ekki hvernig hann ætti að koma því heim. Hann stakk því út puttanum til að húkka far og viti menn, í fyrsta bílnum sem fór fram hjá var maðurinn sem bjó í næsta húsi við Sverri og foreldra hans. Og málið var leyst.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.