Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 27
FORSÍÐUEFNI
mér að fyrirtæki sem væri svona illa farið og svona illa rekið hlyti
að hafa eintóma vitleysinga í vinnu. Ég gat ekki ímyndað mér að
nokkur maður með fullu viti næði háum starfsaldri miðað við þessar
aðstæður. Ég tók því sem nánast sjálfgefnu að við yrðum að skipta
út heilu blokkunum af stjórnendum í fyrirtækinu. Mér til mikillar
furðu var eins og það kviknaði nýtt líf eftir að við tókum við rekstr-
inum og þarna leyndist fullt af duglegu fólki með
góðar hugmyndir. Það tók okkur opnum örmum,
bauð okkur velkomna og gat ekki beðið eftir því að
byrja að vinna að endurreisn fyrirtækisins.“
Ólst upp í skátunum
Sem barn tók Sverrir virkan þátt í skátastarfi
í Vogahverfinu. Hann segist hafa byrjað sem
ylfingur sjö ára eða um leið og hann hafði aldur til.
„Þetta var mitt líf og yndi og ég var öllum stundum
í skátastússinu,“ segir Sverrir. „Félagið sem ég var í hét Skjöld-
ungar og við vorum mikið í alls kyns fjallaferðum og útilegum.
Skjöldungar áttu skála uppi á Hellisheiði og við fórum þangað
iðulega um helgar.“
Sverrir segist stundum velta því fyrir sér hvað tíðarandinn er
öðruvísi í dag en þegar hann var krakki. „Þegar ég var tólf ára
þótti ekkert tiltökumál að skrifa miða og setja á ísskápinn þar sem
stóð að maður væri farinn upp á Hellisheiði yfir helgina. Síðan tók
maður strætó upp í Lækjarbotna og fór á puttanum upp á heiði. Ég
er hræddur um að þetta þætti lauslátt uppeldi í dag.“ Sverrir var
tengdur skátunum þar til hann fór í menntaskóla en þá breyttust
áherslurnar í lífinu.
Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í
Grímsnesi, hefur þekkt Sverri frá tíu ára aldri og þeir léku sér mikið
saman sem krakkar. Þeir kynntust í skátunum og urðu fljótlega
bestu vinir. ,,Á tímabili fórum við nánast um hverja
helgi upp í skála og þar sem Sverrir er geysilega
líflegur og skemmtilegur félagi brölluðum við ýmis-
legt saman, fórum á skíði og gengum á fjöll. Hann
gat líka verið uppátektasamur, það er stutt í hlátur
í honum og hann er mikil húmoristi en Sverrir er
ekki fullkominn frekar en nokkur annar. Hann
átti það til að halda fyrir mér vöku með hrotum í
skálanum, helvítið af honum, og mér skilst að hrot-
urnar hafa versnað með aldrinum.“
Guðmundur segir að þeir hafi farið saman á alheimsmót skáta í
Kanada um fermingu og í nokkurra vikna rútuferð um Bandaríkin
í framhaldi af því. „Ferðin var geysilega skemmtileg og okkur mikil
og dýrmæt reynsla.“
Páll Viggósson, æskufélagi Sverris, segir vin sinni afskaplega
seinþreyttan til leiðinda, en þegar hlaupi í hann rjúki hann upp eins
og raketta. „Sverrir er langt frá því að vera skaplaus og getur orðið
alveg foxillur, en sem betur fer rjátlar fljótt af honum. Hann er líka
mikill prakkari í sér og gerði manni stundum ljóta grikki í gamla
Verkefni næstu
mánaða er að
sameina allar
verslanirnar undir
Árdegi.
Skarphéðinn Berg:
SVAF Í FATASKÁPNUM
Skarphéðinn Berg Steinarsson, bróðir Sverris, segir litla bróður sinn
alltaf hafa verið skemmtilegan og mikið að gerast í kringum hann.
Sverrir var líka mjög útsjónarsamur og uppátektasamur sem krakki
og eftir á að hyggja sýndi hann ungur vísbendingar um viðskiptavit.
„Hann var aldrei að hangsa yfir hlutunum og gekk í málin og var
fljótur að finna lausnir. Eins og gerist með yngri bræður vildi Sverrir
líkjast okkur Ingvari á vissu æviskeiði en við erum báðir eldri en hann.
Á heimili okkar háttaði þannig til að við Ingvar vorum með herbergi
á sömu hæð en vegna plássleysis var ekkert herbergi fyrir Sverri þar.
Hann lét það þó ekki aftra sér og útbjó sér svefnaðstöðu í fataskáp á
hæðinni.“ Að sögn Skarphéðins var skápurinn ekki stærri en svo að
fæturnir á Sverri stóðu út úr skápnum á nóttinni og þar svaf hann á
meðan sú lausn hentaði honum.
Guðmundur Ármann:
HEIMASMÍÐAÐ MÓTORHJÓL
Guðmundur Árnann Pétursson, æskuvinur Sverris og félagi hans úr
skátunum, segir að Sverrir hafi alltaf verið með eindæmum heppinn.
„Sverrir komst á sínum tíma yfir heimasmíðað mótorhjól. Ég veit ekki
hvar hann fékk hjólið en hann hlýtur að hafa keypt það, ég hef aldrei
þekkt Sverri sem nógu laghentan til að smíða það sjálfur. Hjólið var
lágt og skelfilega ljótt en þrátt fyrir það var Sverrir mjög stoltur af
hjólinu og þrusaðist á því fram og aftur við skátaskálann Skæra upp
á Hellisheiði. Einu sinni var hann á leiðinni niður í Litlu kaffistofuna að
kaupa nammi og gos en þá vildi ekki betur til en að hjólið brotnaði í
tvennt undir honum. Sverri tókst með erfiðismunum að drasla hjólinu
upp á þjóðveg en vissi aftur á móti ekki hvernig hann ætti að koma
því heim. Hann stakk því út puttanum til að húkka far og viti menn, í
fyrsta bílnum sem fór fram hjá var maðurinn sem bjó í næsta húsi við
Sverri og foreldra hans. Og málið var leyst.“