Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Síða 49

Frjáls verslun - 01.04.2006, Síða 49
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 49 eru þau „strúktúrlaus“. Mikilvægur liður í því að starfsfólkið haldi yfirleitt út og fyrirtækin lifi af, er án efa frumkvæði allra: í kerfi þar sem vinnuferli er ekki fastmótað, er mikilvægt að allir grípi inn í þar sem þess þarf en bíði ekki eftir fyrirmælum hvað gera skuli. Ábyrgð er nátengd frumkvæði - og einmitt fylgni frumkvæðis og ábyrgðar er áberandi þáttur í íslenskum stjórnunarstíl. Fyrir erlenda starfsmenn íslenskra fyrirtækja getur krafan um frum- kvæði og ábyrgð iðulega falið í sér algjöra eðlisbreytingu starfsins: Útlendingar eru einmitt oft hræddir við að taka frumkvæði og axla þá ábyrgð sem því fylgir - það er betra að gera ekki neitt í stað þess að gera einhverja vitleysu. Það er íslenskum stjórnanda hvatning að takast á við þessa afstöðu og fá fólk til að taka upp íslensku nálgunina. Þó að ábyrgð og frumkvæði séu hefðbundnir þættir stjórn- unar finnst erlendum stjórnendum samt að þeir íslensku geri enn meiri kröfur í þessum efnum, því að íslenskir eigendur erlendra dótturfyrirtækja láta erlendum stjórnendum þeirra yfir- leitt reksturinn eftir án mikilla afskipta. Nokkrir þeirra útlendu nefndu að íslensku eigendurnir væru góðir í að deila ábyrgð, þolinmóðir, en um leið væri ljóst að stjórnendur sem stæðu sig ekki væru annaðhvort reknir eða færðir í önnur störf - engin miskunn! Þó að ávallt sé ætlast til ákveðins frumkvæðis af stjórnendum kemur það jafnvel reyndum erlendum stjórnendum á óvart hvað íslenskir eigendur eru tilbúnir að veita mikið svigrúm - undir íslenskri stjórn væri „mjög hátt til lofts“. Sú rödd heyrðist þó einnig að hugsanlega væri þetta um of ef innra eftirlit fyrirtækj- anna væri ekki öflugt. Einmitt þessi „víðátta“ getur verið áhuga- verð fyrir þá sem selja Íslendingum fyrirtæki - danskur stjórn- andi hafði á orði að það væri kostur að Íslendingarnir væru „ríkir og langt í burtu!“ Ýmsir útlendinganna nefna þann eiginleika Íslendinga að vilja leysa málin, sem er nátengt frumkvæðinu: Þeir liggi ekki yfir hlut- unum heldur gangi að því vísu að hægt sé að finna lausn á öllum vanda - þetta sé bjartsýn og hressileg afstaða og smiti út frá sér. Stjórnendur og starfsfólkið „Almennt er auðvelt að umgangast Íslendinga og allt umhverfið í fyrirtækinu miðast við það að allir séu með og fái að vera með,“ sagði norskur stjórnandi. Annar landi hans hafði á orði að Íslend- ingar stæðu við orð sín - það væri „dyggð sem við skiljum“. Dani hafði á orði að íslenskir stjórnendur væru „góðir í að gleðja starfs- fólkið, fylgjast vel með og láta sig ekki muna um að taka til hend- inni“ þegar þess þyrfti. Erlenda starfsfólkið sér margt jákvætt við íslenska stjórnendur. Þeir fá einkunn fyrir að vera hreinir og beinir, áreiðanlegir, vin- samlegir, þægilegir og blátt áfram í umgengni, snöggir að leysa úr málum og jákvæðir. Þeir taka fyrirspurnum vel og eru til í að ræða hvað sem er. Danskur stjórnandi hafði á orði að íslensku eigend- urnir birtust ekki sveiflandi sverðum og bítandi í skjaldarrendurnar en kæmu hugsun sinni skýrt á framfæri og sjaldan nokkur misskiln- ingur í samskiptum við þá. Flatur strúktúr einkennir íslensk fyrirtæki. Hann endurspegl- ast einnig í samskiptum innan fyrirtækjanna þar sem erlendir starfsmenn og stjórnendur hafa gjarnan á orði hvað Íslendingar séu dæmalaust óformlegir. Athyglisverður fylgifiskur þessa er ekki aðeins að undirmenn eru óþvingaðir í samskiptum við yfir- menn heldur að yfirmenn hafa samband beint við þá sem þeir álíta skipta máli í hvert skipti, reiða sig ekki á milliliði. Norskur stjórnandi benti á að þar með væri minni hætta á að stjórnendur einangruðust frá raunveruleikanum en ella gæti auðveldlega gerst. Styrkurinn í þessu er einnig að starfsmenn, hvar sem þeir eru í virðingarstiganum, skynja betur hlutverk sitt og gildi. Í S L E N S K I R S T J Ó R N E N D U R Í A U G U M N O R Ð U R L A N D A B Ú A en um leið væri ljóst að stjórnendur sem stæðu sig ekki væru annaðhvort reknir eða færðir í önnur störf - það væri engin mis- kunn! 9. „ALMENN ER AUÐVELT að umgangast Íslendinga og allt umhverfið í fyrirtækinu miðast að því að allir séu með og fái að vera með,“ sagði norskur stjórnandi. 10. ÍSLENDINGAR FÁ EINKUNN fyrir að vera hreinir og beinir, áreiðanlegir, vinsamlegir, þægilegir og blátt áfram í umgengni, snöggir að leysa úr málum og jákvæðir. Þeir taka fyrirspurnum vel og eru til í að ræða hvað sem er. 11. „ÉG HELD AÐ VIÐ séum að renna okkar skeið í þessari útrás sem íslensk fyrirtæki,“ sagði íslenskur stjórnandi. „Útrásin er ekki lengur leidd af lokuðum hópi Íslendinga.“ 12. „MEÐAN FYRIRTÆKIN eru svona íslensk þá verða þau alltaf stimpluð sem íslensk, sama hvað mikill hluti starfseminnar er erlendis,“ sagði norskur stjórnandi. 13. ÍSLENSKUR STJÓRNANDI sagði: „Kaup eru eitt, annað að ná árangri í rekstri. Það er ekkert sjálfgefið að Íslendingar nái árangri í rekstri því að við eigum engar gamlar stjórnarhefðir. Við Íslendingar eru engir súperstjórnendur!“ 14. „ÞAÐ GETUR VEL VERIÐ að það dugi vel á Íslandi að sparka bara til þeirra sem gagnrýna, en það dugir ekki að svara gagnrýni hér á þann hátt. Að þessu leyti hafa Íslendingar verið einfeldningslegir,“ nefndi sænskur stjórnandi. 15. DANSKI STJÓRNANDINN Lars Kolind varð víðfrægur fyrir hugmyndir sínar um „spaghetti“ stílinn. Kannski má segja að íslenskir stjórnendur hafi aldrei þekkt aðrar aðferðir þó þeirra stíll beri ekkert viðurkennt heiti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.