Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.04.2006, Qupperneq 53
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 53 spurningar, síminn hætti ekki að hringja, óvæntir gestir duttu inn og á skjánum birt- ist stöðugt: „Þú hefur fengið póst.“ Enda- laus viðhengi sem þurfti að lesa og svara. Tíminn flaug frá þeim og þeir spyrja sig: Hvað gerði ég í dag? Hvert fór allur þessi tími?“ Með þessum orðum hefst 1. kafli bók- arinnar og ber hann heitið Að handsama tímaþjófana. Það kannast auðvitað allir við þessa tilfinningu, að koma heim eftir erf- iðan vinnudag en „hafa samt ekki gert neitt“ yfir daginn í vinnunni. Að verða ekkert úr verki. Ingrid fer yfir helstu tímaþjófana í starfi og hvetur fólk til að fara ofan í það hvernig það verji tíma sínum í vinnunni, m.a. með eftirfarandi spurningum: HVERNIG VERÐ ÞÚ TÍMA ÞÍNUM? (Spyrðu þig þessara spurninga:) • Hversu mikill tími fór í að bregðast við óvæntum uppákomum? • Hversu mikill tími fór í samtöl, símtöl, fundi, tölvupóstinn? • Hve mikill tími fór í pappírsvinnu? • Á hvaða tíma dagsins kom ég mestu í verk? • Hversu stórum hluta dagsins var varið í virkilega mikilvæg atriði? • Á hvaða tímum dagsins sinnti ég verkefnum sem vega þungt? • Náði ég markmiðum mínum? Ingrid fjallar síðan um „afköst og hugarfar“ og hún leggur mikið upp úr hugarfarinu sem við temjum okkur gagnvart viðfangs- efnum okkar. Að vera jákvæð gagnvart því sem við erum að gera. Þessu tengt má oft sjá í lýsingum íþróttafréttamanna undir heitinu leikgleði. Ég hnaut um eftirfarandi setningu sem mér fannst mjög góð: „Það er ekki aðeins orkan sem hefur áhrif á afköst okkar heldur einnig hugsanir okkar. Áhyggjur af tíma, og þá sérstaklega af því „að koma of seint“, „hafa of mikið að gera“ eða „að ná ekki að ljúka við verkefni“, valda óróa og flýti.“ En hvað stelur helst tímanum hjá okkur í vinnunni? Ingrid segir að nauðsynlegt sé að færa nákvæma dagbók til að finna tímaþjófana. En almennt talað hafa flestir komist að því tímaþjófarnir skiptast í ytri tímaþjófa og innri tímaþjófa. YTRI TÍMAÞJÓFAR • Truflanir af ýmsum toga (símtöl, tölvupóstur, samstarfsmenn). • Að bíða eftir upplýsingum eða svörum. • Óljós hlutverkaskipting. • Ómarkvissir fundir. • Síbreytileg forgangsröðun. • Bilanir. • Óskipulagður yfirmaður. • Lélegur mórall á vinnustað. • Illa þjálfað starfsfólk. • Kröfur annarra. • Pappírsvinna. • Ferðir á milli staða. • Óvæntir atburðir. • Mistök annarra. • Skipulagsleysi annarra. INNRI TÍMAÞJÓFAR (Á þinni hendi) • Frestun. • Léleg valddreifing. • Neikvætt hugfar. • Skortur á forgangsröðun. • Einbeitingarleysi. • Að hlusta ekki eða illa (óskýr samskipti). • Óákveðni. • Ótímabært spjall. • Þreyta. • Skortur á sjálfsaga. • Að ljúka ekki við verkefni. • Áhugaleysi. • Óskýr markmið. • Skipulagsleysi. • Fullkomnunarárátta. • Að taka of mikið að sér. • Að geta ekki sagt „nei“. Eftirfarandi setning segir ansi mikið: „Stærstu tímaþjófarnir eru ekki í umhverf- inu heldur innra með okkur. Ef við viljum ná betri stjórn á tímanum þá þurfum við að stjórna sjálfum okkur betur.“ Það er afar athyglisvert hvernig fjallað er um einstaka innri tímaþjófa og þeir skil- greindir. Frestunarárátta fólks fær mesta rýmið hjá höfundi. Enda segir Ingrid í upphafi kaflans: „Frestun er einn stórtæk- asti tímaþjófurinn...Í flestum tilfellum gerir frestun verkefnið aðeins erfiðara. Óttinn við að framkvæma kostar oft mun meiri orku en framkvæmdin sjálf...Ekkert er eins þreytandi og að velkjast yfir óloknum verk- efnum.“ Ingrid segir síðan frá nokkrum afar gagn- legum aðferðum til að takast á við frestun. Eitt ráðið hljómar svona: „Hætta að hugsa um verkefnið og einfaldlega byrja á því, það er oftast erfiðast að byrja.“ Þetta minnir auðvitað á gamla spakmælið að hálfnað sé verk þá hafið er. Hver þekkir ekki líka „illu er best aflokið“? Kaflinn Að móta sér leiðarljós í lífinu er auðvitað í ætt við það sem oft má lesa í bókum, eins og eftir Brian Tracy og aðra hans líka. „Að móta sér leiðarljós er að skapa í huganum áður en maður skapar í raunveruleikanum.“ Þetta er mjög gagn- legur kafli og nefnir Ingrid góð dæmi um þekkt leiðarljós fólks sem hefur komið sér upp markmiðum og gildum í lífinu. Þriðji kaflinn í bókinn heitir Forgangs- röðun - að gera réttu hlutina. Ég veit ekki hversu oft er eiginlega búið að skrifa um þetta efni í stjórnunarbókum en Ingrid þjappar því vel saman og kemur því frá sér á óvenjulega skilmerkilegan hátt. En út á hvað gengur góð forgangsröðun? Hún gengur út á að tryggt sé að fólk sinni ávallt því sem mestu máli skiptir. Það er auðvitað besta tímaskipulagning sem hægt er að hugsa sér. SAGAN UM STÓRU STEINANA Ingrid segir mjög skemmtilega og gagnlega sögu um STÓRU STEINANA til að útskýra mál sitt betur. Sagan er svona: „Sérfræðingur í tímaskipulagningu var með fyrirlestur fyrir hóp viðskiptafræði- nema og til að undirstrika mikilvægi for- gangsröðunar notaði hann sýnikennslu. Þar sem hann stóð fyrir framan þennan hóp af metnaðarfullu fólki sagði hann: „Jæja, þá skulum við hafa smá próf.“ Hann tók upp stóra krukku og setti hana á borðið fyrir framan sig. Svo tók hann upp nokkra hnefastóra steina og kom T Í M A S T J Ó R N U N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.