Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 Starfsánægja og ábyrgð í starfi hafa mikil áhrif á starfsmannaveltu og því leita fyrirtæki oft ýmissa leiða til að ýta undir meiri ánægju og ábyrgð. Flutningur í starfi og tækifæri til þess að fást við ný störf innan sama fyrirtækis getur haft talsverð áhrif á það að minnka starfs- mannaveltu. Ýmsar rannsóknir hafa bent til þess að kostnaður fyrirtækis vegna starfsmannaveltu geti numið á bilinu 30-100% af árslaunum viðkomandi starfsmanns. Þessi kostnaður er einkum fólginn í minnkandi framleiðni, tíma sem fer í að leita að nýjum umsækjendum og þjálf- unarkostnaði. Vanda þarf því val á starfsfólki ef fyrirtæki ætla að ná árangri. Kostnaður felst einnig í því að gera upp atriði eins og ótekið sumarfrí eða kaupaukagreiðslur, þá er minnk- andi arðsemi fjárfestingar vegna námskeiða og þjálfunar starfsmanna sem hætta eða vinna undir getu. Einnig getur verið talsverður kostnaður vegna tap- aðrar reynslu og aukakostnaður vegna mönnunar í þau verkefni sem sá sem hættir hafði með höndum, þar til búið er að ráða í hans stað. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða tímabundna utanaðkomandi lausn eða aukna yfirvinnu þeirra sem fyrir eru. Við þetta getur síðan bæst stjórnunarkostnaður. Aðferðir til að takast á við of mikla starfsmannaveltu Stjórndur hafa um nokkrar leiðir að velja til að takast á við of mikla starfsmannaveltu. Grafast þarf fyrir um af hverju fólk hættir í starfi og finna þarf út hvað hægt sé að gera til að halda í hæft fólk. Nokkur atriði virðast hafa þar áhrif: LAUN Fyrirtæki og stofnanir verða að geta boðið markaðshæf laun. Laun virðast vera stór áhrifaþáttur um það hvort fólk hafi áhuga á að halda í starf sitt og hafa rannsóknir sýnt fram á að vinnuveitendur sem bjóða góð hlunnindi og laun virðast hafa lægri starfsmannaveltu heldur en vinnuveitendur sem þekktir eru fyrir að borga verr. Hins vegar sýna aðrar rannsóknir fram á að laun eru ekki endi- lega stærsti áhrifaþátturinn þegar fólk skiptir um starf. Laun geta verið áhrifaþáttur en hafa ekki endilega áhrif þegar aðrir þættir hvetja fólk til uppsagna. Hærri laun geta aukið starfsánægju ef fólk er þegar ánægt í starfi en hærri laun munu ekki letja fólk til að skipta um starf ef það er búið að taka þá ákvörðun. Starfsfólk getur viljað fara frá vinnuveitenda sem ekki borgar sanngjörn laun að þeirra mati, en ef þeir eru þegar ánægðir með laun sín, hefur hækkun á launum ekki áhrif á það hvort fólk hættir í starfi. Einnig má segja að eitt af því auðveldasta fyrir samkeppnisaðila, sem vill ná til sín starfsfólki og koma til móts við það, sé að bjóða sömu laun eða betri laun en viðkomandi var með áður. RAUNHÆFAR VÆNTINGAR Lykilatriði er að starfsmenn fái við ráðningu raunhæfar væntingar um starfið. Mikilvægt er að starfsmenn fái góða kynningu á starfinu og að jafnvel sé boðið upp á „fóstrakerfi“, þar sem eldri starfsmenn leiðbeina nýjum starfsmönnum, því það getur tekið nýja starfsmenn allt að eitt ár að ná góðum tökum á starfi sínu. Nýir starfs- menn vinna oft hægar en reyndir starfsmenn, þeir geta gert fleiri mistök og þurfa því meiri leiðsögn. FJÖLSKYLDUVÆN STARFSMANNASTEFNA Einn þáttur í því að halda í gott fólk nú til dags er að bjóða upp á fjölskylduvæna starfsmannastefnu. Ef starfsmenn geta til að mynda ekki samræmt einkalíf og starf svo vel sé er líklegt að starfsmannavelta sé mikil og starfsandi jafnvel lélegur sem getur haft áhrif á frammistöðu í starfi. Ef viðhorf starfsmanna til fyrirtækis bíður hnekki þá tekur langan tíma að byggja starfsandann upp aftur. ÞJÁLFUN, STARFSÞRÓUN, STJÓRNUNARHÆFILEIKAR Þjálfun og starfsþróun hefur áhrif á það hvernig starfs- mannavelta þróast. Einnig getur verið nauðsynlegt að bæta stjórnunarhæfileika yfirmanna, því að skortur í því efnin getur verið ein helsta ástæða þess að starfsmenn hætta. Óánægja með næsta yfirmann veldur því að starfsmenn fara annað. Millistjórnendur eru því afar mik- ilvægur hlekkur í starfsferli starfsmanna. S T A R F S M A N N A M Á L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.