Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 65
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 65 Hversu mikið ójafnvægi er í efnahagsmálum á Íslandi? Hvernig getur Ísland freistað fleiri erlendra fjárfesta? Er aðild að ESB vænleg fyrir íslenskt viðskiptalíf? Allt til- komumiklar spurningar og á meðal þeirra sem lágu fyrir fundinum. Ekki stormur heldur moldviðri Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræddi um efna- hagslífið á Íslandi. Það var svo sem ekki við því að búast að forsætisráðherra landsins myndi lýsa því yfir að hag- kerfið hér væri í kalda kolum en ræða hans sem hann flutti á ensku hljómaði þó miklu fremur sem ímyndar- áróður, sem ætti sér pólitískar og þjóðlegar rætur, heldur en greining á efnahagslífinu. Það var heldur ef til vill ekki tilgangurinn hjá honum að greina efnahagslífið þar sem áðurnefndir fjölmiðlar, og þar á meðal nokkrir erlendir, voru á meðal áheyrenda, heldur að sannfæra þá og forráðamenn erlendra banka og stórfyrirtækja um að hérlendis væri allt í himnalagi. Halldór fór hratt yfir sögu síðustu ára, meintan óró- leika í efnahagslífinu og umfjöllun erlendra fjölmiðla. ,,Ísland hefur vissulega fengið sinn skammt af raunveru- legum, náttúrulegum óveðrum í gegnum aldirnar, en ég spyr hvers vegna hagkerfi sem vex mjög hratt og er eitt af þeim ríkustu og samkeppnishæfustu, lendir í umróti og umfjöllun eins og raun ber vitni að undanförnu?“ spurði Halldór. Skýringanna taldi hann meðal annars að leita í víð- feðmu þekkingarleysi á íslenska hagkerfinu erlendis. ,,Það er sú lexía sem þessi óróleiki hefur kennt okkur og það er lexía sem við tökum alvarlega. Nú þegar höfum við tekið mikilvæg skref til þess að auk upplýsingaflæði um íslenskt efnahagslíf erlendis. Þetta á við um íslensk fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði - en sérstaklega um bankana og stjórnvöld.“ Halldór sagðist hafa misst tölu á öllum þeim viðtölum sem hann hefði veitt erlendum fjölmiðlum undanfarnar vikur, þar sem hann útskýrði undirstöður og einkenni íslensks efnahagslífs. ,,Ég hef útskýrt hvers vegna við séum sannfærð um, þegar rykið fellur aftur til jarðar eftir það moldviðri sem þyrlað hefur verið upp, að íslenska efnahagskerfið verði áfram eitt af þeim ríkustu, samkeppnishæfustu og þeim sem vaxa örast í heiminum.“ Sjálfstraust er líka hugarfar En hvers vegna var forsætisráðherra svona fullur sjálfs- trausts? Hann sagði að hið trausta efnahagslíf hér á landi birtust m.a. í miklum lífsgæðum og litlu atvinnuleysi. EES-samningurinn; kvótakerfi í sjávarútvegi sem stuðlaði að sjálfbærri þróun meginauðlindar þjóðar- innar; einkavæðing ríkisfyrirtækja; hröð niðurgreiðsla erlendra skulda ríkisins á undanförnum árum; sterkir lífeyrissjóðir; breytingar á skattakerfinu og lækkun skatta á fyrirtæki væru á meðal atriða sem hefðu rennt styrkum stoðum undir íslenskt efnahagslíf undanfarin tíu til fimmtán ár. ,,Vitaskuld höfum við okkar vandamál, en sem þjóð getum við ekki kvartað þegar við berum okkur saman við mörg önnur lönd.“ R Á Ð S T E F N A T H E E C O N O M I S T TEXTI: UNNUR H. JÓHANNSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Frá rástefnu The Economists á Nordica hóteli. Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, Nenad Pacek, forstöðumaður greiningar- deildar tímaritsins The Economist og ráðstefnustjóri, sitja við pallborðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.