Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Qupperneq 67

Frjáls verslun - 01.04.2006, Qupperneq 67
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 67 teknar hefðu verið upp í Bandaríkjunum og hefðu ekki eins sveiflukennd áhrif á verðbólguna. Halldór taldi óráðlegt að taka húsnæðiskostnaðinn algjörlega út úr neysluvísitöl- unni. ,,Það þurfa allir húsaskjól og ekki væri hægt að færa fyrir því rök að taka þennan mikilvæga lið út frekar en aðra þótt hækkun á húsnæðisverði síðustu tvö árin hafi verið ein af orsökum þess að verðbólgan fór af stað. Það væri hins vegar betra ef sömu mælistikur væru notaðar í sem flestum löndum.“ Eins og fyrr kom fram börðust ráðstefnugestir ekki beinlínis um hljóðnemann. Pacek reyndi tvívegis að hvetja þá til þess að bera upp spurningar þegar nær dró lokum umræðnanna. ,,Enn eru nokkrar mínútur eftir,“ sagði hann, en viðbrögðin voru lítil. Í seinna skipti gerði erlendur blaðamaður sig líklegan til þess að spyrja, en þegar í ljós kom að hann var frá pressunni var beiðni hans hafnað og settist hann hvumsa aftur í stól- inn sinn. Reglunar voru á hreinu: Blaðamenn voru einungis áheyrnargestir. Að lokinni þessari fyrstu alþjóðlegu fjármálaráðstefnu og hringborðsumræðum Economist Conference á Íslandi fannst íslensku blaðamönnunum á fundinum sem þeir sætu uppi með gömul tíðindi og gamlar fréttir - sem iðulega væru engar fréttir. Vonandi urðu erlendu fréttamennirnir þó ein- hverju nær eftir ráðstefnuna, jafnvel þótt einn hafi sagt und- irritaðri að hann hefði alveg verið að því kominn að dotta á fundinum. Ef eitthvað má lesa út úr lítilli málgleði ráðstefnugesta og fáum handauppréttingum þá er ekki að sjá að alvöruóveður geisi í íslensku efnahagslífi. Og þau eru ekki mörg vindstigin ef þetta er stormur í vatnsglasi. Ætli besta veður- og vettvangslýsingin á fundinum á Hótel Nordica sé ekki einfaldlega: ,,Það lék vindhviða um vatnsglasið.“ Nema auðvitað að þetta sé lognið á undan storminum. R Á Ð S T E F N A T H E E C O N O M I S T Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, Nenad Pacek, forstöðumaður greiningardeildar tímaritsins The Economist og ráðstefnu- stjóri, og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við háborðið. Gagnrýni á ráðstefnuna Margir furðuðu sig á ýmsu í fyrir- komulagi ráðstefnu The Economist. Í fyrsta lagi var hún vel auglýst í fjölmiðlum líkt og um opna ráðstefnu væri að ræða en reyndist þó raunar lokuð almenningi. Í öðru lagi var þátttökugjaldið með því hæsta sem heyrst hefur hérlendis. Í þriðja lagi var aðgangur fjölmiðla að ráðstefn- unni takmarkaður. Fannst mörgum sem tilgangur og markmið ráðstefn- unnar væru óljós. Jón Hákon Magnússon, fram- kvæmdastjóri KOM, sem aðstoðaði ráðstefnudeild The Economist við framkvæmdina hérlendis, segir að þetta sé það fyrirkomulag sem deildin hefur og gildir hvar sem þeir halda ráðstefnur í heiminum. Hvers vegna var svona dýrt á ráðstefnuna? ,,Þetta er ekki dýrt. Ráðstefnan var ætluð stjórnendum stórfyrirtækja og sniðin að þeim. Það var mikið í boði og kostendur gátu einnig boðið nokkrum gestum. Þetta verð kann að vera óvanalegt á Íslandi en þetta er gangverð á sambærilegum ráðstefnum út í heimi. Það er einnig þak á fjölda þátttakenda sem eykur gæði ráðstefnunnar en fjöldinn fer ekki yfir 150 hvort sem það er í Reykjavík eða New York.“ Hvað voru margir á ráðstefnunni í Reykjavík? ,,Um 120 manns.“ Hversu stórt hlutfall af þeim voru erlendis frá? ,,Ætli það hafi ekki verið nær helmingur.“ Hvers vegna var ráðstefnan meira og minna lokuð blaðamönnum? ,,Það eru reglur ráðstefnudeildar The Economist og við fórum eftir þeim. Þeir telja að menn séu tregari til að tjá sig um innri mál fyr- irtækja sinna og greina ef allir fundirnir eru opnir. Blaðamenn gátu hins vegar fengið einkaviðtöl við fyrirlesara í samráði við KOM og heyrt í ráðstefnugestum í kaffi- og hádegishléi. Forstöðumenn ráð- stefnudeildarinnar voru mjög ánægður með ráðstefnuna og lýstu yfir áhuga sínum á að koma hingað aftur. Þeir komu hingað að eigin frumkvæði og það sýnir að Ísland er farið að skipta máli á alþjóða- vettvangi.“ Á þessu ári einu hefur ráðstefnudeild The Economist haldið nær 30 ráðstefnur víðs vegar um heiminn með svipuðu sniði og var hér um viðfangsefni jafnt viðskipta sem stjórnmála. Sem dæmi um ráðstefnur á þeirra vegum á næstunni má nefna Global Leadership Series: Driving business innovation sem haldin verður í London 7. júní nk. Third Business Roundtable with Bosnia and Herzegovina. Unlocking Bosnia´s business potential í Sarajevo 21. júní og For- esight 2020: Understanding the long-term business landscape í Hong Kong þann 23. júní. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM, aðstoðaði ráðstefnudeild The Economist við fram- kvæmdina hérlendis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.