Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 69

Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 69
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 69 A llir sem komnir voru til vits og ára á 7. áratugnum kannast við nöfnin Profumo og Keeler - varnarmálaráðherrann í íhaldsstjórn Harold Macmillans sem neyddist til að segja af sér vegna sambandsins við Christine Keeler sem svaf líka hjá varnarfulltrúa sovéska sendiráðsins. Birtingarmynd þessa máls - og „swinging“ London 7. áratugarins - var nektarmyndin af Keeler, sitjandi á stól danska hönnuðarins Arne Jacobsen. JOHN MAJOR - BACK TO THE BASICS Þegar John Major reyndi að endurnýja hugmyndafræði Íhalds- flokksins 1993 með frægri herferð um endurvakn- ingu fjölskyldugildanna undir slagorðinu „back to the basics“, fylgdi í kjölfarið runa mis-sóðalegra kyn- lífshneyksla sem á engan hátt samræmdust fjölskyldugildum. Fyrir skömmu kom svo í ljós að jafnvel Major sjálfur var ekki barnanna bestur, átti í ástarsambandi við þingmanninn Edwinu Currie. Nú er svo röðin komin að Verkamannaflokknum - síðast John Prescott varaforsætisráðherra sem var gripinn með buxurnar á hælunum, eða svo gott sem. Hinum megin við sundið kemur í ljós við útför Francois Mitt- erand forseta franska lýðveldisins að hann á uppkomna dóttur utan hjónabands sem fjölmiðlar höfðu lengi vitað af en aldrei séð ástæðu til að fjalla um. Það er reyndar einföldun að segja að Bretar séu helteknir af kynlífsmálum meðan Frakkar og aðrar meginlandsþjóðir séu afslappaðri - oft má rekja bresku afsagnirnar til tilrauna til að ljúga sig út úr málunum og málin eru ólíks eðlis þó kynlífsþátturinn tengi þau. En hvernig stendur á þessum mun á því hvað er hægt og hvað ekki? Það er tæplega neitt einhlítt svar en ýmsir þættir hafa áhrif. Profumomálið var klárlega annað og meira en bara ástarævin- týri - Keeler skrifaði síðar bók þar sem hún sagði sögu sína þar sem ýmsir háttsettir menn komu við sögu og njósnir á báða bóga, bæði Bretar og Rússar viðriðnir þá iðju. Málin, sem hafa komið síðan, hafa verið öllu einfaldari. DAVID MELLOR Íhaldsþingmaðurinn David Mellor lenti í leitarljósi fjölmiðlanna 1992 þegar ung leik- kona, Antonia de Sancha, steig fram á sjónarsviðið og sagði frá ástarævintýrum sínum og Mellors sem var harðgiftur. Þetta var eitt af fyrstu dæmunum um það sem Bretar kalla „kiss and tell“ - að eiga í ástarævintýri og segja svo frá öllu, fyrir þóknun. Leikkonan ku hafa fengið 30 þús- und pund, ærinn peningur á þeim tíma. Mellor gerði sömu mistökin og margir í hans sporum - harðneit- aði öllu en varð síðan að éta það ofan í sig með skömm og fara frá. Hann hefur ekki sést í stjórnmálum síðar en hefur stundað skrif og annað tilfallandi. L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R BRESKIR STJÓRNMÁLAMENN: MEÐ BUXURNAR Á HÆLUNUM Kynlífsskandalar koma reglulega upp í breskri pólitík. Þetta er orðin nokkuð skrautleg saga. Nýjasta uppákoman er vegna John Prescotts varaforsætisráðherra sem missti allt nema titilinn og kaupið vegna framhjáhalds. TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o. fl.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.