Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 78

Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 SUMARIÐ ER TÍMINN Davíð Oddsson seðlabankastjóri og eiginkona hans eiga sumar- bústað í Rangárvallasýslu. Þau hafa verið iðin við trjáræktina við bústaðinn „en allt þó í smáum stíl“. Árið 1995 var gerður samn- ingur við Skógræktarfélag Rangæ- inga hvað varðar gróðursetningu í landi Móeiðarhvols en félagið hefur gróðursett um 200.000 plöntur í landi hjónanna. „Þarna er vindgangur og mikill blástur,“ segir Davíð en trén eru bæði til skrauts og skjóls. Hann segir bústaðinn vera á fallegum stað og er fjallahringurinn tilkomumikill. Davíð segir að þessi tómstunda- iðja kenni sér mikla þolinmæði en hjónin huga vel að hverri plöntu sem þau gróðursetja. „Við gröfum djúpar holur, setjum skít í þær og vöndum okkur. Þessu fylgir líka ákveðin slökun og ég kemst í tengsl við náttúrulega tilveru; ég fylgist meðal annars með fuglum og skráset ýmislegt í tengslum við þá. Það er heilmikil kúnst að læra að vera með sjálfum sér í þúfunum.“ Íslensk náttúra er einstök í huga Davíðs. „Hún tekur við sér með tregari hætti en víða annars staðar og er lengi að nugga stír- urnar úr augunum á vorin. Það er gaman að fylgjast með þessari tregu framþróun náttúrunnar sem er lágreist og kyrrlát.“ Eiginmaður Ástu Möller alþing- ismanns var forfallinn hesta- maður þegar þau kynntust árið 1979 og hún ákvað að taka fullan þátt í þessu áhugamáli hans. Í dag eiga hjónin og börn þeirra nokkra hesta og ríður alþingismaðurinn mest út á sumrin. „Hápunkturinn er þegar við förum með félögum okkar í hestaferðir sem taka um viku. Þessar ferðir eru stór- kostlegar.“ Í sumar er ætlunin að ríða frá Þingvöllum og í kringum Langjökul. Aðspurð hvað einkennir góðan hest segir Ásta: „Hann þarf að vera skapgóður, það þarf að vera traust á milli hests og manns þannig að hesturinn geri ekki einhverjar kúnstir og taki ekki óvænt á sprett. Hann þarf að hafa mjúkt og gott tölt og vera þolgóður.“ Hestur Ástu heitir Lávarður og segir hún hann einmitt vera traustan, góðan töltara, góðan í langferðum, fótvissan og almennt góðan hest. �Þetta er hestur sem allir geta unað við. Það er eins og að sitja í sófa þegar ég ríð honum. Ég vil meðfærilega hesta.“ Alþingismaðurinn segir að hestamennskan gefi fjölskyld- unni góðar stundir saman. „Þetta er fjölskyldusport. Það myndast góður félagsskapur í kringum hestamennskuna og svo vil ég nefna útiveru og góða hvíld. Það kemst ekkert annað að þegar ég er í hesta- mennskunni. Áhyggjurnar rjúka í burtu.“ Til skrauts og skjóls Útivera og góð hvíld Davíð Oddsson: Ásta Möller: Davíð Oddsson. Ásta Möller.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.