Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Síða 82

Frjáls verslun - 01.04.2006, Síða 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 SEGLAGERÐIN ÆGIR: Á hugi á hjólhýsum og húsbýlum vex stöðugt og ekkert lát er á sölu fellihýsa og tjaldvagna, enda vita Íslendingar vel hvað landið hefur upp á að bjóða á góðu ferðalagi. Í Seglagerðinni Ægi fást líka pallhýsi og húsbílar svo ekki sé minnst á allan aukabún- aðinn sem gerir lífið í þessum færanlegu sumar- bústöðum að leik einum. Seglagerðin Ægir var stofnuð árið 1913 en Óli S. Barðdal eignaðist hana upp úr miðri síð- ustu öld. Nú er Björgvin Barðdal, þriðji ættlið- urinn, eigandi og framkvæmdastjóri. Starfsemi fólst í byrjun í að þjóna sjávarútveginum en það breyttist með aukinni tækni. Svo komu Ægistjöldin til sögunnar og urðu ómissandi á þjóðhátíðum og sem íverustaður vegavinnu- manna um land allt í ótal sumur. Árið 1989 kom sérdeildin Tjaldvagnaland til sögunnar þegar innflutningur tjaldvagna hófst, en þeir voru bylting frá hefðbundnum tjöldum. Felli- hýsin voru næsta stökk og hvort tveggja heldur enn velli og salan vex þótt landinn sýni nú hjól- hýsum og húsbílum feikilegan áhuga, enda er þar kominn „sumarbústaður“ á hjólum. Fyrst tjaldvagn og í lokin húsbíll Björgvin Barðdal segir að í landinu séu trúlega um 12 þúsund tjaldvagnar, fellihýsi og hjólhýsi þótt við komumst ekki með tærnar þar sem Hol- lendingar og Þjóðverjar hafa hælana en mikið af vörum Seglagerðarinnar kemur frá þessum löndum. Margir fá sér fyrst tjaldvagn, síðan fellihýsi og loks hjólhýsi og huga svo að hús- bílakaupum, að sögn Björgvins. Allt fer þetta þó eftir því hvað hverjum hentar. Innréttingar í fellihýsum, hjólhýsum og húsbílum jafnast á við fínustu sumarbústaði, aðeins flatarmálið er minna. Einangrun og upp- hitun er mjög góð og ekkert að vanbúnaði að nýta þessa bústaði á hjólum allt árið því að nota- legt er inni þótt úti sé frost. Við þetta hefur ferðatímabilið lengst til muna og margir ferðast nú allan ársins hring, sama hvernig viðrar. Stór hluti fellihýsa- og hjólhýsaeigenda ekur með þau um landið þótt aðrir láti þau standa á sama stað sumarlangt. Aðstaða fer batnandi og margir bændur og athafnamenn hafa gert sér ljóst að með því að bjóða fólki upp á fallega náttúru, rafmagnstengingu og kannski sund- laug á áningarstöðum hafa þeir með litlum til- kostnaði nánast komið sér upp „hótelaðstöðu“ sem æskilegt væri að sveitarfélög gerðu líka. Seglagerðin Ægir leggur mikið upp úr að bjóða viðskiptavinum allt sem snýr að ferða- lögum og ferðavögnum. Hún rekur stærsta þjónustuverkstæði landsins fyrir ferðavagna auk verslunar með alla nauðsynlega fylgihluti. Einnig er Seglagerðin með eitt stærsta sauma- verkstæði landsins þar sem gert er við og saumuð tjöld, skyggni, veislutjöld og margt fleira. Seglagerðin Ægir hefur alla tíð þjónað Íslendingum vel þótt starfsemin hafi færst frá sjávarútvegi og yfir í að gera mönnum lífið létt og skemmtilegt með Ægis-tjöldum og hvers konar „sumardvalarstöðum á hjólum“. Seglagerðin selur allt frá yfir- breiðslum upp í húsbíla Aðalbækistöðvar Seglagerðarinnar Ægis eru að Eyjaslóð 5. Þar er Tjaldvagnaland, Þjónustuland, Tjaldaleiga og saumastofa. KYNNING Björgvin Barðdal, eigandi og framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis, lætur fara vel um sig í einum „sumardvalarstaðnum“. Fellihýsin eru sívinsæl. Húsbílarnir eru ofarlega á óskalista allra. Innréttingarnar eru glæsilegar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.