Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
K
Y
N
N
IN
G
SUMARIÐ ER TÍMINN
R. SIGMUNDSSON:
F yrirtækið R. Sigmundsson er þekkt fyrir gott úrval af Garmin GPS - staðsetn-ingartækjum. Fyrirtækið hefur fært út
kvíarnar með því að kaupa meirihluta í Véla-
sölunni. Þar með verða ekki aðeins í boði
staðsetningartæki fyrir almenning heldur líka
allar vörur Vélasölunnar: Sport-, vatna- og
gúmmíbátar, utanborðsmótorar og fjöldamargt
annað. Þá hefur Radíómiðun bæst í hópinn
og úr hefur orðið enn öflugra fyrirtæki sem
verður líka í fararbroddi í þjónustu við sjávar-
útveginn.
Ríkarður Sigmundsson sviðssttjóri segir að
ein merkilegasta nýjungin varðandi GPS-tækin
sé nýtt landakort sem nota megi bæði í tölvu
og í Garmin-staðsetningartækin. Kortið er
endurbætt og á því eru fjölmargar nýjar upplýs-
ingar. Sjá má götukort af öllum bæjarfélögum
á landinu, alla þjóðvegi, flesta slóða og vegi á
hálendinu, 40.000 örnefni, áhugaverða staði,
tjaldstæði, golfvelli, hótel, bensínstöðvar, veit-
ingastaði, verslanir, apótek, sjúkrahús, heilsu-
gæslustöðvar, lögreglustöðvar og leikhús svo
eitthvað sé nefnt. „Velja má áfangastað og
tækið velur leiðina, segir hvert og hvernig á að
aka og einnig hvenær reikna má með að vera
kominn á áfangastað.
Allt frá jullum upp í snekkjur Við seljum
allt frá handtækjum með litaskjá upp í leið-
sögutæki sem eru jöfnum höndum götuleið-
sögutæki til að aðstoða almenning við að rata
um land og innan hverfa og fyrir bílstjóra og
útkeyrslufólk. Svo erum við með stærri tæki í
báta, jeppa og snjósleða með
stórum og skýrum skjá sem
nýtast vel á miklum hraða.
Ennfremur erum við með
dýptarmæla fyrir báta á sjó
eða vötnum en það nýjasta
sem bæst hefur við með til-
komu Vélasölunnar er báta-
línan sem er allt frá litlum
vatnajullum og gúmmíbátum
upp í stóra skemmtibáta og
snekkjur, ásamt Mercury utan-
borðsmótorum.“
Almenningur er sá viðskiptahópur R.
Sigmundssonar sem vex mest, fólk sem
vill eignast vegleiðsögutæki, ekki
endilega til að geta ratað, heldur
sem skemmtilega viðbót til upp-
lýsingar og fræðslu, tæki með
korti sem hreyfist á skjánum og
fylgir ferðamanninum og sýnir
honum örnefni og vegi, hæðar-
línur og hvað eina. Tækið er því
eins konar leiðsögumaður og
þess má geta að kominn er hug-
búnaður í tækin svo að hægt er
að lesa inn hljóðskrár með upp-
lýsingum um ákveðna staði.
Þegar ekið er framhjá þeim
fer hljóðskráin í
gang og lýsir því sem fyrir augu ber. R. Sig-
mundsson stefnir að því að geta boðið upp
á slíkar skrár sem hafa mikið
skemmtanagildi og geta líka
nýst fyrir atvinnurekstur.
Önnur nýjung er ljós-
myndarýnir. Minniskubb
úr myndavél er stungið í
tækið til að skoða myndir á
skjánum. Auk þess fást tæki
með vídeóinntaki sem tengja
bakkmyndavélar við skjáinn
svo að sjá má hvað er að ger-
ast fyrir aftan bílinn. Þessi
búnaður er sérlega hentugur fyrir stóra bíla
og bíla með tengivögnum
og hjólhýsum.
Garmin staðsetningartækni
í stöðugri þróun
Með sameiningu
R. Sigmundssonar,
Vélasölunnar og Radíó-
miðunar eykst vöru-
úrvalið og möguleikarnir
á að þjóna almenningi,
fjallamönnum
og sjávarútvegi.
Ríkarður Sigmundsson
með Garmin-staðsetn-
ingartæki.