Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 96

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 K Y N N IN G SUMARIÐ ER TÍMINN R. SIGMUNDSSON: F yrirtækið R. Sigmundsson er þekkt fyrir gott úrval af Garmin GPS - staðsetn-ingartækjum. Fyrirtækið hefur fært út kvíarnar með því að kaupa meirihluta í Véla- sölunni. Þar með verða ekki aðeins í boði staðsetningartæki fyrir almenning heldur líka allar vörur Vélasölunnar: Sport-, vatna- og gúmmíbátar, utanborðsmótorar og fjöldamargt annað. Þá hefur Radíómiðun bæst í hópinn og úr hefur orðið enn öflugra fyrirtæki sem verður líka í fararbroddi í þjónustu við sjávar- útveginn. Ríkarður Sigmundsson sviðssttjóri segir að ein merkilegasta nýjungin varðandi GPS-tækin sé nýtt landakort sem nota megi bæði í tölvu og í Garmin-staðsetningartækin. Kortið er endurbætt og á því eru fjölmargar nýjar upplýs- ingar. Sjá má götukort af öllum bæjarfélögum á landinu, alla þjóðvegi, flesta slóða og vegi á hálendinu, 40.000 örnefni, áhugaverða staði, tjaldstæði, golfvelli, hótel, bensínstöðvar, veit- ingastaði, verslanir, apótek, sjúkrahús, heilsu- gæslustöðvar, lögreglustöðvar og leikhús svo eitthvað sé nefnt. „Velja má áfangastað og tækið velur leiðina, segir hvert og hvernig á að aka og einnig hvenær reikna má með að vera kominn á áfangastað. Allt frá jullum upp í snekkjur Við seljum allt frá handtækjum með litaskjá upp í leið- sögutæki sem eru jöfnum höndum götuleið- sögutæki til að aðstoða almenning við að rata um land og innan hverfa og fyrir bílstjóra og útkeyrslufólk. Svo erum við með stærri tæki í báta, jeppa og snjósleða með stórum og skýrum skjá sem nýtast vel á miklum hraða. Ennfremur erum við með dýptarmæla fyrir báta á sjó eða vötnum en það nýjasta sem bæst hefur við með til- komu Vélasölunnar er báta- línan sem er allt frá litlum vatnajullum og gúmmíbátum upp í stóra skemmtibáta og snekkjur, ásamt Mercury utan- borðsmótorum.“ Almenningur er sá viðskiptahópur R. Sigmundssonar sem vex mest, fólk sem vill eignast vegleiðsögutæki, ekki endilega til að geta ratað, heldur sem skemmtilega viðbót til upp- lýsingar og fræðslu, tæki með korti sem hreyfist á skjánum og fylgir ferðamanninum og sýnir honum örnefni og vegi, hæðar- línur og hvað eina. Tækið er því eins konar leiðsögumaður og þess má geta að kominn er hug- búnaður í tækin svo að hægt er að lesa inn hljóðskrár með upp- lýsingum um ákveðna staði. Þegar ekið er framhjá þeim fer hljóðskráin í gang og lýsir því sem fyrir augu ber. R. Sig- mundsson stefnir að því að geta boðið upp á slíkar skrár sem hafa mikið skemmtanagildi og geta líka nýst fyrir atvinnurekstur. Önnur nýjung er ljós- myndarýnir. Minniskubb úr myndavél er stungið í tækið til að skoða myndir á skjánum. Auk þess fást tæki með vídeóinntaki sem tengja bakkmyndavélar við skjáinn svo að sjá má hvað er að ger- ast fyrir aftan bílinn. Þessi búnaður er sérlega hentugur fyrir stóra bíla og bíla með tengivögnum og hjólhýsum. Garmin staðsetningartækni í stöðugri þróun Með sameiningu R. Sigmundssonar, Vélasölunnar og Radíó- miðunar eykst vöru- úrvalið og möguleikarnir á að þjóna almenningi, fjallamönnum og sjávarútvegi. Ríkarður Sigmundsson með Garmin-staðsetn- ingartæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.