Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 110
110 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
SUMARIÐ ER TÍMINN
Golfáhuginn vaknaði hjá Knúti
G. Haukssyni, forstjóra Heklu,
þegar hann bjó í Bandaríkjunum
á sínum tíma en hann fór þó ekki
að stunda íþróttina að ráði fyrr en
fyrir sjö árum.
„Það er vakning í golfinu. Því
fylgir mikil hreyfing og útivera
og einnig er mjög skemmtilegur
félagsskapur í kringum þetta.
Menn ræða gjarnan málin á
meðan farinn er hringur og um
leið er maður að etja kappi við
sjálfan sig eða félagana, hvort
sem þeir eru betri eða slakari í
golfinu en maður sjálfur.“
Knútur er félagi í Golfklúbbi
Reykjavíkur, GR, og hann er mjög
ánægður með allan aðbúnað þar.
„Félagslífið er gríðarlega öflugt og
þá er barna- og unglingastarfið til
fyrirmyndar.“
Stundum dreymir hann golf. „Það
kemur fyrir að mig dreymi góð
högg og góðan hring á golfvell-
inum.“
Dreymir góð högg
og góðan hring
Knútur G. Hauksson:
„Ísland er dásamlegt land og
fjölbreytnin mikil í landslaginu,“
segir Signý Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri hjá Guðmundi
Jónassyni, en fyrirtækið býður
meðal annars upp á skipulagðar
ferðir upp á hálendið.
„Hálendið er stórkostlegt og
útsýnið engu líkt.“ Hún nefnir sér-
staklega Sprengisand og Öskju
og segir þá staði vera ólýsanlega.
„Það eru svo stórkostlegar and-
stæður hérna. Það er meðal ann-
ars jarðhitasvæði uppi á jökli og
það er einstakt að eiga þetta.“
Þegar hún er beðin um að
lýsa hálendinu í nokkrum orðum
segir hún: ,,Kyrrðin, útsýnið og
tærleikinn.“
Signý bendir á að miðað við
hve margir Íslendingar eiga jeppa
þá ferðast tiltölulega fáir upp
á hálendið. „Þessir jeppar eru
mikið til að keyra á götunum.
Hins vegar þýðir ekki að æða út
í hvað sem er þegar komið er á
hálendið. Þar eru óbrúaðar ár og
þá er nauðsynlegt að vera með
öðrum bílum í samfloti.“
Kyrrðin, útsýnið
og tærleikinn
Signý Guðmundsdóttir:
Knútur G. Hauksson.
Signý Guðmundsdóttir.