Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 122

Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 122
122 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 KVIKMYNDIR TEXTI: HILMAR KARLSSON M örg ár eru síðan Christopher Reeve hlaut heimsfrægð fyrir að leika Clark Kent, öðru nafni Superman, í fjórum kvikmyndum. Hafa síðan verið gerðar tvær vinsælar sjón- varpsseríur sem byggjast á ævintýrum „Stálmannsins“, auk þess að haldið er áfram að gera teiknimyndir fyrir sjónvarp. Superman lifir því góðu lífi þó að kvikmyndiðnaðurinn hafi hvílt hann um hríð. Í öllu framhaldsmynda- og endurgerðarflóði sumarsins má finna nýja kvikmynd um Superman og er hún af stærri gerðinni og telst til þeirra kvikmynda sem spáð er miklum vinsældum. Superman Returns nefnist myndin og hefur hún lengi verið í smíðum og óopin- berar tölur segja að hún hafi kostað 185 milljónir dollara. Í hlutverki Supermans að þessu sinni er óþekktur leikari, Brandon Roth, og nú er spurningin hvort hann standi sig jafnvel og Christopher heitinn Reeve, en hann stóð í sömu sporum og Roth árið 1978, óþekktur leikari sem þurfti að sanna sig. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer, sem á að baki fyrstu tvær myndirnar í X-Men seríunni og kaus frekar að leikstýra Superman Returns en X-Men: The Last Stand, sem gerð var um sama leyti. Þátttaka Singers gerir það að verkum að væntingar eru miklar enda maður- inn mjög fær á sínu sviði og á, auk X-Men myndanna, að baki hina mögnuðu The Usual Suspect. SUPERMAN SNÝR AFTUR Síðasta Superman myndin var Superman IV: The Quest For Peace (1987), sem þótti afspyrnu léleg og gerði út af við mynda- flokkinn með Christopher Reeve í hlutverki ofurhetjunnar. Það er einnig langt frá því Superman hefur birst jarðarbúum í Superman Returns. Þegar myndin hefst hefur ekkert spurst til hetjunnar í nokkur ár og er talið að hann sé horfinn af eilífu. Svo er nú ekki, heldur hefur hann verið að sinna persónulegum málum á heima- plánetu sinni, Krypton. Þegar hann kemur til jarðar kemst hann að því, sér til mikillar raunar, að ástin hans, Lois Lane hefur ekki séð sér annað fært en að lifa lífinu áfram án Supermans, eða svo virðist vera í fyrstu. Einnig reynist Superman erfitt að feta sig í þjóðfélagi sem hefur komist að raun um að það getur verið án hans. Gamall óvinur, Lex Luther, er þó samur við sig og vill sem fyrr heimsyfirráð og kannski má segja að það sé honum að þakka að Superman öðlist í lokin sinn fyrri virðingarsess. Singer vildi óþekktan leikara Brandon Roth hefur af og til sést í gestahlutverkum í þekktum sjónvarpsseríum, meðal annars í Will & Grace og Cold Case, en aðeins leikið í einni kvikmynd, Karla, sem fór beint á myndbanda- markaðinn í fyrra. Roth, er 26 ára gamall, fæddur 9. október 1979, í Des Moines, Iowa. Í hlutverki Supermans að þessu sinni er óþekktur leikari, Brandon Roth.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.