Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 123

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 123
BÍÓMOLAR F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 123 Nokkur ár eru liðin síðan áætlanir voru fyrst uppi um að endurlífga Superman. Þá átti Tim Burton að leikstýra mynd- inni með Nicolas Cage í hlut- verki Clark Kents. Þegar ekkert varð úr því voru leikstjórarnir Wolfgang Petersen og Brett Radner nefndir og á langri leið voru nefndir í hlutverkið Josh Hartnett, Ashton Kutcher, Jude Law, James Caviezel og Tim Walling, sem lék Superman í Smallville sjónvarpsseríunni. Þegar svo að lokum tókst að fá Bryan Singer til að leikstýra myndinni setti hann það skilyrði að óþekktur leikari yrði valinn í hlutverkið eins og forðum þegar Christopher Reeve var valinn.Var fallist á það og hófst mikil leit að verðugum arftaka Reeves og Roth varð fyrir valinu, ekki síst vegna útlitsins, en hann fellur vel að þeirri ímynd, sem Christopher Reeve skóp á sínum tíma. Mótleikarar Brandon Roths eru öllu þekkt- ari. Kevin Spacey birtist á hvíta tjaldinu eftir langt hlé og leikur illmennið Lex Luther. Kate Boxworth bætist í hóp fagurra leikkvenna sem leikið hafa Lois Lane, en skemmst er að minnast þess að aðþrengda eiginkonan Teri Hatcher lék Lois Lane í sjónvarpsseríunni Lois & Clark: The New Adventures of Superman. Aðrir leikarar eru James Mars- den, Frank Langella og Eva Marie Saint. Löng saga að baki Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að teiknar- arnir Jerry Siegel og Joe Shuster birtu fyrstu teiknimynda- seríuna um Superman árið 1938. Vinsældir hennar urðu til þess að flóð teiknimyndasería um ofurhetjur hvers konar fylgdu í kjölfarið. Margar kvikmyndir hafa verið gerðar um Superman og enn fleiri sjónvarpsmyndir. Sögu Supermans í kvik- myndum má rekja allt til ársins 1941, þá var gerð stutt teiknimynd. Fyrstu leiknu útgáfurnar eru gerðar árið 1948, það voru fimmtán stuttar myndir. Sá sem þá fór með hlutverk Supermans hét Kirk Alyn og má sjá honum bregða fyrir í litlu hlutverki í Superman frá árinu 1978. The Adventures of Superman var fyrsta sjónvarpsserían og hóf hún göngu sína 1952. George Reeves lék Superman í þess- ari seríu. Eftir að seríunni lauk átti Reeves erfitt með að fá hlutverk og framdi hann sjálfsmorð árið 1959. Superman Returns verður frumsýnd í Bandaríkjunum í júní og hér á landi er áætlað að frumsýna hana í byrjun júlí. Mikinn áhorfendafjölda þarf til að ná upp í kostnað- inn og þar veltur mikið á getu Brandon Roths að feta í fótspor Christopher Reeves, sem í augum allra sannra Supermanaðdáenda er hinn eini sanni Superman. Unbreakable, Signs og The Village, séu ekki fínar myndir, en ekki eins góðar og The Sixth Sense. Shyamalan er um það bil að skila frá sér nýrri mynd, Lady in the Water, sem eins og fyrri myndir hans er á dular- fullum nótum og fjallar um tvær manneskjur sem fela sig fyrir raunveruleikanum. Í aðalhlut- verkum eru Paul Giamatti, sem sló í gegn í Sideways og Bryce Dallas Howard, dóttir leikstjór- ans Ron Howards. Loforðið Það efast enginn um að í fram- tíðinni eiga Kínverjar eftir að verða stórveldi í kvikmyndaiðn- aðinum. Þeir eru með hverju árinu að færa sig ofar og ofar á lista kvikmyndaþjóða og eiga nú yfir að ráða mjög hæfum leikstjórum sem hafa látið ljós sitt skína á Vesturlöndum. Einn þeirra er Kaige Chen sem vakti fyrst athygli með Farewell My Concubine (1993). Nýjasta mynd hans Loforðið (Wo ji á frummálinu) er dýrasta kvik- mynd sem Kínverjar hafa gert hingað til og var hún vinsælasta kvikmynd í Kína í fyrra. Chen sækir efniviðinn í þjóðsögur úr fortíðinni um hefðarkonu sem er ástfangin af þræli. Loforðið er íburðarmikil, epísk kvikmynd og er um þessar mundir verið að taka hana til sýninga í hinum vestræna heimi. Í aðalhlut- verkum eru Cecilia Cheung og Dong-Ku Jang. Húsið við vatnið Sumarið er ekki sá tími ársins í Hollywood að vænlegt þyki að setja dularfulla rómantík á markaðinn. Undantekningar eru þó til og er The Lake House, ein slík. Það kemur að vísu ekki til af góðu að hún er frumsýnd um miðjan júní. Upp- runalega átti að frumsýna hana í byrjun febrúar, en seinkun gerði það að verkum að fresta þurfti frumsýningu. Í The Lake House segir frá einmana lækni og örvæntingarfullum arkitekt, sem búa í húsi við vatnið með tveggja ára millibili. Í gegnum póstkassa við húsið geta þau skipst á bréfum og verða ástfangin í gegnum bréfaskrift- irnar. Sandra Bullock og Keanu Reeves eru í aðalhlutverkum. The Lake House er endur- gerð kóreönsku myndarinnar Siworae (2000), Alejandro Agresti leikstýrir, en hann er argentískur og er þetta fyrsta kvikmynd hans í Hollywood. The Lake House verður tekinn til sýninga hér á landi 28. júní. Konan í vatninu Enginn efast um snilli M. Night Shyamalan sem kvikmyndagerð- armanns. Hann hefur þó þurft að búa við það eins og fleiri snillingar að hafa með sinni fyrstu kvikmynd skilað meist- araverkinu, The Sixth Sense, og hefur átt í erfiðleikum með að fylgja henni eftir. Ekki það að aðrar myndir hans, Kevin Spacey fetar í fót- spor Gene Hackmans og bregður sér í hlut- verk Lex Luthers, erki- óvinar Supermans. Cecilia Cheung í hlutverki hefð- arkonunnar í Loforðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.