Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 4
114 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 5. Þegar ráðherra Sósíalistaflokksins skorar á hina flokkana á opnum fundi Alþingis að svara því afdráttarlaust, hvort þeir vilja leigja herstöðvar eða ekki, fást þeir ekki til að gefa svar. 6. Undir landráðaerindi fást fundarhús á íslandi, en ekki undir umræðufund stúdenta um sjálfstæðismál Islands. 7. Blöð allra flokka annarra en Sósíalistaflokksins, Vísir, Morgunblaðið, Al- þýðublaðið og Tíminn, hafa mánuðum saman neitað að birta fréttir, sem voru til stuðnings málstað íslendinga í sjálfstæðismálinu. 7. Stærsti flokkur þjóðarinnar, er kennir sig við sjálfstæði, hefur beitt sér fyrir að hindra það, að á þjóðhátíðardegi íslendinga kæmu fram kröfur um brottför Bandaríkjahersins, og blað þessa flokks, stærsta málgagn landsmanna, hefur lýst það landráðastefnu og vanhelgun á 17. júní að bera slíka kröfu fram. 9. Ráðherra þessa sama flokks, forsætisráðherra landsins, hefur ekki enn fengizt til að afgreiða í ríkisstjórninni tillögu frá ráðherrum Sósíalistaflokks- ins frá 15. apríl s.l. um að krefjast brottfarar hersins. 10. Sósíalistaflokkurinn hefur skrifað Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokkn- um bréf og boðið upp á framhaldandi stjórnarsamstarf á þeim grundvelli, að engar herstöðvar verði leigðar. Hvorugur flokkurinn fæst til að gefa svar við þessu. Þessari þungu ákæru svöruðu andstæðingablöðin ekki einu orði. Þau gerðu ekki tilraun til að bera sökina af sér eða flokkum sínum. í stað þess að hrekja ummæli mín birtu ritstjórar Morgunblaðsins svohljóðandi klausu á forsíðu blaðsins: „Kristinn E. Andrésson hefur í mörg ár verið þfónn erlends her- veldisSlík er bardagaaðferðin, þegar um er að tefla helgasta mál íslands, og með henni hefur Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, brennimerkt sig á þann hátt, að ekki skal gleymt. En sakirnar eru vissulega fleiri en taldar eru í þessum liðum. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins gaf út þá yfirlýsingu rétt fyrir kosningar, að hún vilji ekki ljá neinu erlendu herveldi herstöðvar á Islandi, en gætfi sín þó að bæta við: Á FRIÐARTÍMA. Nokkrum dögum síðar hélt Morgunblaðið því fram, að hér væri ekkert amerískt herlið, heldur aðeins sér- fræðingar til að gæta flugvallarins í Kefiavík! Það á eftir að koma í ljós, hvaða aðferðir hinir „innfæddu" (eins og Banda- ríkjamenn mundu orða það) hafa í frammi til að tryggja hér dvöl hersins. Um afstöðu sjálfrar þjóðarinnar er ljóst. Bæði alþýða og menntamenn hafa með fjöldasamþykktum lýst skýlausri kröfu um brottför hersins. En fjöldi hinna sömu manna, er þessar kröfur hefur gert, hefur í kosningunum látið blekkja sig til að styðja flokka, sem ekki er treystandi til að hlíta vilja almennings. Einna raunalegast er, að Sjálfstæðisflokksbændur í Þingeyjarsýslu skyldu láta flokksforystuna hafa sig til þess ódæðis að kjósa opinberan postula landsölu- stefnunnar, mann úr öðrum flokki, á þing. Megi íslenzka þjóðin bera gæfu til að opna augun í tæka tíð fyrir þeim svikum, sem í undirbúningi eru við sjálfstæði landsins. Megi svo fara, að það sé ekki þegar um seinan. Kr. E. A.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.