Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 7
RITSTJÓRNARGREINAR 117 hann einnig skort hans á sálrænu inntaki. Það var hátíðlega rætt um „skóla fyrir lífið“. En hvað var átt við með „lífi“? Það var hugsað um hið „praktíska líf“, um lífsbaráttuna og um skólann sem tæki til að þjálfa æskulýðinn í ein- hverju starfi. Frá barnaskólanum og allt til hinnar æðstu háskólamenntunar kom greinilega í ljós þetta brotalausa en einsýna notasjónarmið á markmiði kennslunnar. Fáir eða enginn hugsuðu um það að skólinn hefur einnig það hlutverk að kynna æskulýðnum heim andlegra verðmæta, sem getur fært þeim innra sjálfstæði gegn duttlungum örlaganna, þrek í sorg og auð í gæfu. Það varð skóli án anda, án kjarna og markmiðs, og án lifandi menningarhugsjónar. Hið andlega ráðleysi kom einnig fram í því hvemig skólinn skipti niður fræðsluefninu. Mönnum var ljóst að vér höfum ekki lengur tök á hinu raun- verulega fróðleiksmagni samtíðarinnar. Skólinn reyndi að leysa það vandamál á tæknilegan hátt, með því að auka námsefnið á kostnað rækilegs skilnings á einstökum námsgreinum. Og með því að gefa munnbragð af hinum mörgu vís- indagreinum sem móta heimsmynd vora og eru undirstaða síðara sémáms í einstökum greinum. En ekkert gat verið haldlausara en þessi tilraun til þess að reyna á vorum tímum að halda við hinni gömlu kröfu skólans um það að færa einstaklingun- um eins konar algilda heildarþekkingu. Hin dreifða kunnátta varð að engu, og hún var ekki tengd saman af haldgóðri lífsskoðun. Hún varð að engu, og öll djúptæk andleg verðmæti drukknuðu í þessu mikla námsgreinamagni sem átti að kenna öllum ofurlítið um allt. Kennslustofnanir vorar verða þess vegna að taka á sig hluta af sökinni á því að tímabilið milli styrjaldanna mótaðist af menningarlegri yfirborðs- mennsku. En skólinn bar ekki einn þessa þungu ábyrgð. Ný vélræn menningar- tæki og ódýrar, nýtízkar skemmtanir tóku þátt í bardaganum um hinar ný- áunnu tómstundir fólksins. Óhjákvæmilega varð að draga úr kröfunum um virka skynjun hvers einstaklings á menningunni, vegna þess að áherzla var lögð á að ná til sem flestra. Menningin varð umfram allt að vera auðskilin og auðmeltanleg. En það var of dýru verði keypt. Þeir sem áttu að veita menning- unni viðtöku vöndust því að vera óvirkir, athyglisgáfa þeirra sljófgaðist og hæfileikar þeirra til sjálfstæðrar könnunar og sálrænnar einbeitingar rýmuðu. Bæði í bæjum og sveit —en einkum í bæjum — skóp hin nýtízka, háværa tækni vanstillingu og rótleysi. Hvíldarlausir hugir leituðu þá fremur fljót- virkrar skemmtunar en þeirra menningarverðmæta sem einbeitingar kröfðust. Hrynjandi lífsins varð óróleg, og það varð sífellt torveldara að finna þá innri og ytri ró sem þarf tií þess að menningarstarf einstaklingsins beri varanlegan ávöxt. Einnig það hlaut að auka á hina andlegu fátækt. Ennþá fátæklegri urðu tímarnir vegna þess að þeir fyrirlitu tilfinningarnar. Hlýja einstaklingsins hefur varia nokkurn tíma í sögunni haft eins litla mögu- leika til að blómgast og á hinum hörðu árum milli styrjaldanna. Mitt í heimi þjóðfélagslegrar samvizku urðu hjörtun samt fátækari — af skorti á anda og hlýju.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.