Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 9
RITSTJÓRNARGREINAR
119
Kjör menntamanna. Vér getum ekki látið oss nægja lítilfjörlegar launahækk-
anir og styrkveitingar hér og þar. Það verður að leggja hina gömlu skipan
þessara mála á hilluna og móta nýtt kerfi samkvæmt nýju mati.
Kennarar hafa í sínum höndum lykilinn að menningarstarfinu. Það verður
að tryggja þeim góð laun, ferðastyrki og kerfisbundna lausn frá kennslu.
I skólunum verður að reisa við aftur menningarhugsjónina. Lífstíll og andi
orðsins verða að eiga þangað afturkvæmt. Kennslan á ekki aðeins að segja
börnum sannleikann, heldur eggja ímyndunarafl þeirra, hrifningu, trú. Frelsis-
hugsjón, andlega dirfsku, þjóðernislegt stolt og þjóðfélagslega samúð verður
að tryggja. Það verður að velja djarflega um námsefnið og endurskoða að
nýju kennsluáætlunina.
Vísindin verða að fá betri kjör. Fræðimenn verða að fá slík laun, að þeir
geti unnið eingöngu að starfi sínu og í hóp þeirra verður að vejta nýjum
mönnum með því að auka styrki og bæta við embættum. Samstarfið við útlönd
verður að auka.
Kjör stúdenta verður að bæta: stúdentagarðar, samkomustaðir, betri vinnu-
skilyrði við háskólann o. s. frv. Námstímann verður að stytta með því að
minnka námsefnið og með hagkvæmari vinnuaðferðum.
Bókasöjnin verða að fá hærri fjárveitingar og það verður að gera starfsemi
þeirra hagnýtari. Það verður að koma upp bókamiðstöðvum og útibúum og
hafa bækurnar á hreifingu milli þeirra.
Bóksalan úti um sveitir verður að aukast, þar verður að koma á stofn úti-
búum; bókabifreiðar.
Alþýðuskólarnir verða að fá aðstöðu til að tengja fremstu menntamenn við
starfsemi sína. Fleiri leshringi.
Starjsemi tómstundanna verður að beina inn á ákveðnar brautir með útivist
og menningaraukandi starfsemi. í hinu kerfisbundna þjóðfélagi voru með ein-
hæfingu þess verður að glæða lífsgleði einstaklingsins með alþýðuskemmtun-
um, hópfundum og slíku sem setur lit á þjóðlífið.
Norskri stojnun til skoSanakönnunar verður að koma upp til að fylgjast
með skoðunum almennings.
Útvarpið verður að fá betri starfsskilyrði og verða frjáls, sjálfstæð stofnun.
Það verður að fá næg peningaráð og nóg starfslið svo að dagskráin geti orðið
sem allra fullkomnust. Það verður að halda uppi nánu sambandi við hlustend-
ur og vekja áhuga hins óvirka hlustanda, svo að hann hlusti skipulega sér til
gagns.
Það verður að efla og styðja leikhús, hljómlist og kvikmyndir. Enga sér-
skatta á leikhús og hljómleika, nægilega styrki til helztu leikhúsa og hljóm-
sveita til að tryggja góð afköst. Það verður að beita menningarlegum sjónar-
miðum við innflutning kvikmynda. Hagnaður af kvikmyndahúsum á að fara
til styrktar menningarstarfsemi, fyrst og fremst leiklistar. Aðgöngumiðar að
leikhúsum verði ódýrari. Ríkisleikhús; aðstoð við leikstarf áhugamanna. Fast
kennaraembætti í hljómlistarvísindum við háskólann. Betri hljómlistarfræðslu