Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 15
ÍSLAND OG SAMSÆRIÐ GEGN HEIMSFRIÐNUM 125 í sjálfs sín barmi. Við litum um hæl til hinna sex hundruð og áttatíu ára, íslands miðalda, frá 1262—1944, áranna sem við urðum að hlíta erlendri stjórn að meira eða minna leyti, og fanst þetta hefði verið nokkurskonar auðmýkíngartími í ævi okkar sjálfra, niður- lægíng sem sérhver okkar hefði orðið að þola persónulega: að hafa í einn tíma afhent rétt þjóðarinnar til að ráða að fullu yfir heimili sínu, landinu. Það var einkahamíngja sérhvers Íslendíngs þessa júnídaga 1944, að þjóðin skyldi loks hafa hrundið af sér þeirri skömm sem enn lá á okkur að formi til, að þurfa að gánga á fund útlendíngs að biðjast samþykkis fyrir því hvernig við skipuðum málum á þjóðarheimili okkar. * Persónulegar endurminníngar eins manns skipta að vísu ekki máli, en ég get samt ekki stilt mig um að rifja upp aftur þessa einstæðu daga. Ég gekk burt frá Reykjavík með poka á baki nokkrum dögum fyrir lýðveldishátíðina, fór um bygðir og óbygðir hér í nágranna- sýslunum, af því mig lángaði að finna landið og þjóðina á þessum tímamótum, þegar Saga sjálf var orðin lífið í brjósti hvers manns. Úr þessu ferðalagi er mér alveg sérstaklega minnisstæð nætur- gistíng á einu prestsetri. Nóttin var björt sem dagur, með þeim blæ annars ljóss, sem fylgir birtu vornæturinnar, og ég sat á tali við gamla prestinn mestalla nóttina í stofu hans. Það var eitt af þessum sígildu íslensku prestsetrum, fjall að húsabaki, en undirlendi fyrir framan, grund og á; og túnið náði alveg heimað stofuveggn- um svo hlaðhellurnar voru næstum á kafi í grængresinu; og sem maður sat þar í stofunni bjarta júnínóttina fanst manni túnið með grósku sinni og bláa himninum yfir vaxa alla leið inntil manns gegnum gluggann. Við ræddum um sögu landsins og þessa þjóð sem var af land- sölumönnum svikin í hendur útlendíngum, og fullheimti ekki rétt sinn úr höndum þeirra aftur fyren eftir sex hundruð og áttatíu ár; og altíeinu veik sögunni um landið og þjóðina að fólkinu í sókninni hans, og hann sagði mér með kyrlátu stolti frá því að hver atkvæð- isbær maður, úngur og gamall, hraustur og örvasa, hefði átt sinn þátt í að kjósa þjóð sinni örlög með því að neyta atkvæðisréttar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.