Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 33
HARALDSKVÆÐI 143 3. Freistuðu hins framráða er þeim flýja kenndi, allvalds austmanna, er býr að Utsteini. Stöðum nökkva brá stillir er honum var styrjar væni. Hlömmum var á hlífum áður Haklangur félli. í góðum holdum. 6. um stendur í fornum kvæðum oft eins og merkingarlaus eyðufylling, en samanburður við skyldar forntungur (fornþýzku og fornensku) sýnir að það er ekki sett af handahófi hvar sem er, heldur á það heima þar sem verið hafa áherzlulaus forskeyti í forneskju; að öðru leyti sér þessara forskeyta lítinn stað í norrænu. 6. lystur fús. 7. gínöndum, forn beyging, nú gínandi. 8. tingl hafa að líkindum verið skomar fjalir eða grafnar málmþynnur sem settar voru á framstafn skipa til skrauts. 2. 1. höldar kappar, menn; einkennilegt er að sagt er hlaðinn e-s (ekki e-u), líkt og jullur e-s. 3. vigur sjá I 13. 3—i. vestrœnn frá Bretlandseyjum, valsk- ur frá Vallandi (Frakklandi). 6. guður (þf. og þgf. gunni, ef gunnar) — gunnur bardagi; torskilið er á sinnum (sinn eða sinni hvk. ferð, föruneyti), en eftir sambandinu væri þess helzt að vænta að sagt væri að orrustan hefði geisað allt í kringum þá. Bjarni Aðalbjamarson skýrir: Guður (valkyrja) var í för með þeim. (Það mundi þó frekar orðað: í sinni). 5, 7. grenjuðu . . . emjuðu, berserkirnir virðast hafa bjarnarhljóð en úlfhéðnar úlfa, sbr. aths. við I 13. 8. ísarn heitir járn á fomgermönskum málum; sú mynd er enn varð- veitt í þýzku (eisen). dúðu af dýja skaka, hrista. 3. 1. freista e-s reyna e-n, koma e-m í mannraun eða hættu; gerendur eru fjandmenn konungs. framráður er konungur kallaður af því að ráð (fyrirætl- anir) hans stefna til fraraa. 3. allvaldur drottnandi, konungur. austmenn hefur ýmsar merkingar eftir umhverfi, í Noregi austanverðum haft um Svía eða Gauta, vestanverðum um Norðmenn austanfjalls, á Bretlandseyjum og íslandi um Norðmenn yfirleitt. Hér gæti verið um að ræða miðmerkinguna (erfðaríki Haralds konungs var austanfjalls) eða hina síðustu (vestrænar vigrar og völsk sverð í andstæðingaliði Haralds konungs gæti bent til að þar hefðu verið vík- ingar komnir vestan um haf). 4. Útsteinn heitir ey við Rogaland, skammt fyr- ir norðan Stafangur. 5. nökkvi skip, stillir konungur; konungur brá stöðum (af Stöð eða staður?) skipanna, þ. e. færði þau til. Aðrari breyta stöðum í stóðum og láta nökkva vera eignarfall sækonungsheitis; er þá stóð (stóðhross) Nökkva skipin. 6. styr orrusta, styrjar vceni orrustu von. 7. hlömmum bylm-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.