Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 33
HARALDSKVÆÐI
143
3. Freistuðu hins framráða
er þeim flýja kenndi,
allvalds austmanna,
er býr að Utsteini.
Stöðum nökkva brá stillir
er honum var styrjar væni.
Hlömmum var á hlífum
áður Haklangur félli.
í góðum holdum. 6. um stendur í fornum kvæðum oft eins og merkingarlaus
eyðufylling, en samanburður við skyldar forntungur (fornþýzku og fornensku)
sýnir að það er ekki sett af handahófi hvar sem er, heldur á það heima þar sem
verið hafa áherzlulaus forskeyti í forneskju; að öðru leyti sér þessara forskeyta
lítinn stað í norrænu. 6. lystur fús. 7. gínöndum, forn beyging, nú gínandi. 8.
tingl hafa að líkindum verið skomar fjalir eða grafnar málmþynnur sem settar
voru á framstafn skipa til skrauts.
2. 1. höldar kappar, menn; einkennilegt er að sagt er hlaðinn e-s (ekki e-u),
líkt og jullur e-s. 3. vigur sjá I 13. 3—i. vestrœnn frá Bretlandseyjum, valsk-
ur frá Vallandi (Frakklandi). 6. guður (þf. og þgf. gunni, ef gunnar) —
gunnur bardagi; torskilið er á sinnum (sinn eða sinni hvk. ferð, föruneyti),
en eftir sambandinu væri þess helzt að vænta að sagt væri að orrustan hefði
geisað allt í kringum þá. Bjarni Aðalbjamarson skýrir: Guður (valkyrja) var
í för með þeim. (Það mundi þó frekar orðað: í sinni). 5, 7. grenjuðu . . .
emjuðu, berserkirnir virðast hafa bjarnarhljóð en úlfhéðnar úlfa, sbr. aths.
við I 13. 8. ísarn heitir járn á fomgermönskum málum; sú mynd er enn varð-
veitt í þýzku (eisen). dúðu af dýja skaka, hrista.
3. 1. freista e-s reyna e-n, koma e-m í mannraun eða hættu; gerendur eru
fjandmenn konungs. framráður er konungur kallaður af því að ráð (fyrirætl-
anir) hans stefna til fraraa. 3. allvaldur drottnandi, konungur. austmenn hefur
ýmsar merkingar eftir umhverfi, í Noregi austanverðum haft um Svía eða
Gauta, vestanverðum um Norðmenn austanfjalls, á Bretlandseyjum og íslandi
um Norðmenn yfirleitt. Hér gæti verið um að ræða miðmerkinguna (erfðaríki
Haralds konungs var austanfjalls) eða hina síðustu (vestrænar vigrar og völsk
sverð í andstæðingaliði Haralds konungs gæti bent til að þar hefðu verið vík-
ingar komnir vestan um haf). 4. Útsteinn heitir ey við Rogaland, skammt fyr-
ir norðan Stafangur. 5. nökkvi skip, stillir konungur; konungur brá stöðum
(af Stöð eða staður?) skipanna, þ. e. færði þau til. Aðrari breyta stöðum í
stóðum og láta nökkva vera eignarfall sækonungsheitis; er þá stóð (stóðhross)
Nökkva skipin. 6. styr orrusta, styrjar vceni orrustu von. 7. hlömmum bylm-