Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 45
LÝÐRÆÐI 155 hafði að geyma eina grein, hina frægu 48. grein, þar sem svo var ákveðið, að ríkisforsetinn gæti, ef þurfa þætti vegna almennrar reglu og öryggis ríkisins, numið úr gildi að nokkru eða öllu þær greinar stjórnarskrárinnar, sem áttu að tryggja persónufrelsi manna, heimilishelgi, bréfleynd, ritfrelsi og svo framvegis. Forset- anum var með öðrum orðum fengið algert einræðisvald, ef nauð- syn þætti til bera, og Weimar-lýðveldið gat birzt ýmist í sauðargæru borgaralýðræðisins eða úlfsham einræðisins, eftir því hvað hinni þýzku yfirstétt þótti henta hverju sinni. Á árunum næstu á undan valdatöku nazista, árum hinna illræmdu „neyðarráðstafana“, var ekki sparað að beita ákvæðum þessarar 48. greinar til að leggja verklýðssamtökin í fjötra, og með hennar tilbeitingu var nazism- inn leiddur til valda í Þýzkalandi árið 1933 á „löglegan“ og „lýðræðislegan“ hátt. Annað lærdómsríkt dæmi er það, er yfirstétt Spánar neitar að hlíta úrslitum þingkosninganna 1936, efnir til uppreisnar og borgarastyrjaldar og tekur upp einræðisógnarstjórn með hernaðaraðstoð fasistaríkja og meira að segja stjórnmálastuðn- ingi borgaralýðræðisríkja slíkra sem Bretlands og Frakklands. Þessi og þvílík dæmi sýna, hversu lítt er að treysta þessu stjórnmálaskipu- lagi, sem nefnt er borgaralýðræði, ef í odda skerst og yfirstéttin á það á hættu að missa þjóðfélagsvöld sín á vettvangi þingræðisins, nema verklýðshreyfing sé þá nógu öflug til að ónýta hvers konar ofbeldisfyrirætlanir yfirstéttarinnar. Yfirlýsing lýSréttinda en engin trygging Hér hafa nú verið talin fáein dæmi, sem sýna, að borgarastéttin lætur yfirleitt engar smámunalegar lýðræðiskreddur aftra sér, ef henni þykir henta að takmarka lýðréttindin í einni eða annarri grein, sjái hún sér það annars fært af öðrum ástæðum. En til fyllri skilnings á því atriði, sem fyrr er nefnt, að borgaralegt stjórnmála- lýðræði er í aðalatriðum formsatriði fremur en raunveruleiki, verð- ur hins vegar að líta á nokkur almennari einkenni þess. Stjórnarskrár borgaralýðræðisríkjanna eru til dæmis ósparar á að lýsa yfir hvers konar mannréttindum. Hins vegar hafa þær ekki að geyma nein ákvæði til tryggingar því, að allir þegnar þjóðfélags- ins megi njóta þessara réttinda í raun og sannleika.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.