Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 48
158 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ofbeldiseðli borgaralýðræðisins Eins og áður er að vikið, hefur engin yfirstétt fyrr eða síðar getað ríkt án þess að beita ofbeldi, jafnvel ekki sú yfirsétt, sem nefnir stjórnmálaskipulag sitt borgaralýðræði. Ofbeldi lýðræðis- borgarastéttar vorra tíma er ekki sérstætt að öðru en því, að það er framið undir fegrunaryfirvarpi frelsis, réttlætis og lýðræðis. Ljóst dæmi um þetta er ofbeldi það, sem hinir borgaralegu stjórn- málaflokkar beita í krafti fjármagns síns og áróðurstækja — flokka- ofbeldið. Þó að flokkaofbeldi þetta sé látið skrýðast skrúða hinna æðstu lýðræðisdyggða, fær raunveruleg ásýnd þess ekki dulizt nein- um þeim, sem gerir sér nokkra grein fyrir eðli flokkaskipunar í stétta- þjóðfélaginu. Um stjórnmálaflokkana er það að segja, að þeir eru hagsmuna- fulltrúar stéttanna og hafa það hlutverk að reka erindi þeirra á pólit- ískum vettvangi. I flokkabaráttunni endurspeglast hagsmunaand- stæður stéttanna. Nú er það grundvallarstaðreynd stéttaskipunar í borgaraþjóðfélagi, að hún er í aðalatriðum tvíþætt. Annars vegar eru hinar ýmislegu deildir forréttindastéttarinnar, sem eiga sam- merkt um það, að þær njóta hagnaðar af ríkjandi stéttaskipulagi, en hins vegar þær þjóðfélagsdeildir, er teljast til alþýðunnar og eiga þeim sameiginlegu örlögum að sæta, að þær bera skarðan hlut frá arðskiptingarborði samfélagsins. Þetta er einmitt sú grund- vallarstaðreynd, sem ákveður höfuðstefnurnar í þjóðmálum og þar með megindrætti flokkaskiptingarinnar. Annars vegar eru borgara- flokkarnir, sem hafa á stefnuskrá sinni varðveizlu forréttindanna og þar með stéttaþjóðfélagsins sjálfs, auðvaldsþjóðfélagsins, en hins vegar þeir flokkar verkalýðsins og allrar vinnandi alþýðu, sem berjast fyrir afnámi stéttamisréttisins og hljóta því, séu þeir sam- kvæmir sjálfum sér, að gera hið stéttlausa þjóðfélag sósíalismans að markmiði sínu. Að því leyti sem verklýðsflokkarnir eru heilir og trúir hugsjón verklýðshreyfingarinnar, framkvæmd hinnar sós- íalísku þjóðfélagsskipunar, eiga þeir, eins og reynslan sýnir, hina flokkana alla að svörnum andstæðingum. Þessar tvær höfuðfylkingar, sem nú var getið, eru hinir raun- verulegu andstæðingar á vettvangi stjórnmálanna, og þeirra í mill- um gerast meginátök flokkabaráttunnar. Hin mikilvægu grundvall-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.