Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 49
LÝÐRÆÐI 159 arsannindi, samsvörun borgaraflokka, yfirstéttar og auðvalds ann- ars vegar, hinna ósviknu verklýðsflokka, alþýðustéttar og sósíalisma hins vegar, haggast ekki fyrir það, að borgaraflokkunum tekst um sinn að tryggja sér stjórnmálafylgi mikils hluta þeirrar alþýðu, sem ætti samkvæmt réttum rökum að skipa sér undir merki sósíalismans. Enda þótt hver borgaraflokkanna sé fulltrúi ákveðinnar deildar forréttindastéttarinnar og tákn um sérhagsmuni þeirrar deildar í til teknum efnum,* er alls ekki til að dreifa neinum óyfirstíganlegum hagsmunaandstæðum þeirra í millum. Hagsmunastreita og stefnu- munur þessara flokka verður jafnan aukaatriði og snýst aldrei um sjálft aðalatriði þjóðmálanna, hvort vera skuli stéttaþjóðfélag eða stéttlaust. Um varðveizlu stéttaþjóðfélagsins eru þeir allir sammála og geta J)ví jafnan, ef á reynir, gengið til samfylkingar gegn raun- verulegum andstæðingi. Borgarastéttina í heild skiptir það og litlu, hvernig kjörfylgi deilist milli þessara flokka, því að á meðan þeir eru í meiri hluta að samanlögðu á þingi og í stjórn, er það tryggt, að ekki verði haggað við stéttagrundvelli þjóðfélagsins og samfé- lagsvöldum hennar. Flokkaskipun stéttaþjóðfélagsins breytti jafn- vel ekki um eðli, og borgaralýðræðið væri vissulega með öllu óskert, þó að allir horgaraflokkarnir rynnu saman, þannig að einungis einn borgaraflokkur stæði andspænis einum sósíalískum flokki. Breyt- ingin væri ekki fólgin í öðru en því, að mynd flokkaskiptingarinnar væri orðin einfaldari, svo að auðveldara væri að átta sig á höfuð- atriðinu, raunverulegri tvískiptingu hinna pólitísku hagsmuna, sem svarar einmitt til áður nefndrar tvískiptingar efnahagsmuna og stétta. Barátta borgaraflokkanna sín á milli snýst eingöngu um það, hversu hverjum um sig megi takast að tryggja sérhagsmuni síns stéttarbrots með Jdví að styrkja stöðu sína á þingi, koma sínum mönnum í embætti og svo framvegis, þar sem barátta höfuðfylking- anna tveggja snýst raunverulega urn þjóðfélagsyfirráðin, stétta- grundvöll þjóðfélagsins og tilveru stéttanna sjálfra. Baráttu borgara- * Hér er auðvitað aldrei um nein fastákveðin mörk að ræða. Sami stjórn- málaflokurinn getur til dæmis komið fram sem fulltrúi ýmissa stéttabrota, en sum þeirra geta hins vegar átt sér fleiri en einn flokk að fulltrúum, svo að alltaf er nokkurri tilviljun háð, hversu margir flokkarnir eru og hvernig þeir skiptast eftir stéttum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.