Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 66
176 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vitfirringa og jafnvel dauðvona fólk upp úr rúmum sínum, eins og dæmin sanna til dæmis úr kosningabaráttunni í Reykjavík und- anfarin ár, þar sem fyrir hefur komið oftar en einu sinni, að slíkir kjósendur hafi gefið upp öndina í höndum kosningasmalanna ann- að hvort nýbúnir að greiða atkvæði sitt eða þá áður en þeim entist aldur til þess, svo að hlutaðeigandi lýðræðisflokkur varð þar af eftirsóttu atkvæði. Þegar kosningabarátta harðnar, verður hún í megineðli sínu barátta um atkvæði þess fólks, sem lítilsigldast er í pólitískum efnum, áhugaminnst og verst að sér, fólks sem oft og tíðum er jafnvel nákvæmlega sama, hver úrslit mundu verða og ætti því að fá að hagnýta sér í friði þann lýðræðisrétt sinn að sitja heima á kjördag (því smölun þessa fólks á kjörstað með mútum eða þvílíkum aðferðum felur sízt af öllu í sér neitt stjórnmálaupp- eldi því til handa). Brezki þingmaðurinn William Gallacher segir sögu af nokkrum rosknum Englendingum á sumarferðalagi, sem voru þeirrar skoðunar í septembermánuði 1945, að Lloyd heitinn George væri ennþá forsætisráðherra í Bretlandi, og höfðu ekki hug- boð um kosningasigur og valdatöku Verkamannaflokksins í sínu eigin landi, og danski rithöfundurinn Poul Henningsen skýrir í blaðinu „Politiken“ frá skoðanakönnun, sem fram fór á Jótlandi í fyrra, þar sem í Ijós kom, að tíu hundraðshlutar þeirra, er skoð- anakönnunin náði til, vissu ekki, að Stauning væri dauður, og héldu, að hann væri enn við stjórn í Danmörku. í hverju borgara- lýðræðisþjóðfélagi er til sægur slíkra kjósenda eða annarra, sem eru að minnsta kosti ekki mjög miklu fróðari um stjórnmál og þjóð- félagsmálefni, en einmitt þeir kjósendur ráða að jafnaði úrslitum í borgaralýðræðislegum kosningum og þá auðvitað í þágu þeirra flokka, sem mest hafa af fjármagni og hvers konar áróðurs- og kosningasmölunartækjum. Sígilt dæmi um þetta eru úrslit bæjar- stjórnarkosninganna í Reykjavík á síðast liðnum vetri, og væri fróðlegt til skilnings á eðli „lýðræðiskosninga“ í borgaraþjóðfélagi, ef einhver vildi rita nákvæma sögu þeirra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.