Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 68
178
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
varð lifandi nútími. Þegar ég var búinn með bókina, var ég orðinn
rauður inn í merg og bein. Og af hverju stafaði það þá, að piltur,
sem engir atvinnubókmenntafræðingar höfðu spillt, lét hrífast af
því, sem var boðskapur bókarinnar. í henni voru blessunarlega fáar
náttúrulýsingar, en þær eru skelfing allra drengja og vafalaust
margra annarra lesenda. Þær fáu náttúrulýsingar, sem í henni voru,
svo sem upphaf bókarinnar með lýsingunni á höfninni í Borgundar-
hólrni, þegar Pelli og Lassi pabbi koma þangað, voru skrifaðar af
fjöri og glöggskyggni. En umfram allt féll mér það vel í geð, að
bókin var lík ævintýrunum, sem mér þótti ennþá vænt um, en var
orðinn of stór til að lesa öðruvísi en í laumi. Hér birtist enn einu
sinni hinn fátæki drengur ævintýrisins, sem verður að þola svo
óttalega margt, en sigrast á öllu og fær að lokum laun sín. Og það,
sem Pelli varð að berjast við, var heldur nærtækara en drekar, tröll
og ljótar, viðbjóðslegar galdranornir. Það voru skólafélagarnir,
grimmdarsjúkur búnaðarsveinn, viðurstyggilegar venjur iðnaðar-
manna, sem bitnuðu á lærlingunum og eru nú væntanlega að mestu
leyti horfnar, arðrán, samherjar sem þreyttust og hinar mörgu
óhjákvæmilegu skyldur sem heimili og kona leggja á herðar og geta
vængstýft jafnvel ötulasta hugsjónamann. Pelli er hetja hins rúm-
helga dags, og það sem hann fær í sigurlaun er ekkert konungs-
ríki í ævintýralandi heldur hinn rúmhelgi dagur, sem hann nær eign-
arhaldi á handa þeim, sem eiga hann með réttu. Þetta var ekki síður
áhrifamikið en að fylgjast með Mýlíusi Eiríkssyni til Grænlands,
Livingstóni til Afríku eða amerískum landnemum á herferðum
þeirra gegn indíánum, sem áttu að vísu heima á landi því, sem þeir
vörðu, en voru samt indíánar og urðu að láta sér nægja virðingu,
fyrirlitningu og aðdáun. Og Andersen Nexö var hvorki né er neinn
flókinn rithöfundur, heldur heiðarlegur handverksmaður og skáld-
legur andi, enda þótt hann vilji ekki alltaf kannast við það síðar-
nefnda. Hann hefur hæfileika hins góða alþýölega sögumanns . til
þess að gera frásögn sína þannig úr garÖi, að áhuginn hjaðnar
ekki stundarkorn. Söguhetjur hans eru opnar venjulegum lesönd-
um, og hann mælir af hjarta í ritum sínum. Allar þær tilfinn-
ingar, sem manni er hollt að komist á hreyfingu, voru snortnar,
þegar hann las um Pella. Reiður varð maður, hreykinn, þegar Lassi