Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Qupperneq 68
178 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR varð lifandi nútími. Þegar ég var búinn með bókina, var ég orðinn rauður inn í merg og bein. Og af hverju stafaði það þá, að piltur, sem engir atvinnubókmenntafræðingar höfðu spillt, lét hrífast af því, sem var boðskapur bókarinnar. í henni voru blessunarlega fáar náttúrulýsingar, en þær eru skelfing allra drengja og vafalaust margra annarra lesenda. Þær fáu náttúrulýsingar, sem í henni voru, svo sem upphaf bókarinnar með lýsingunni á höfninni í Borgundar- hólrni, þegar Pelli og Lassi pabbi koma þangað, voru skrifaðar af fjöri og glöggskyggni. En umfram allt féll mér það vel í geð, að bókin var lík ævintýrunum, sem mér þótti ennþá vænt um, en var orðinn of stór til að lesa öðruvísi en í laumi. Hér birtist enn einu sinni hinn fátæki drengur ævintýrisins, sem verður að þola svo óttalega margt, en sigrast á öllu og fær að lokum laun sín. Og það, sem Pelli varð að berjast við, var heldur nærtækara en drekar, tröll og ljótar, viðbjóðslegar galdranornir. Það voru skólafélagarnir, grimmdarsjúkur búnaðarsveinn, viðurstyggilegar venjur iðnaðar- manna, sem bitnuðu á lærlingunum og eru nú væntanlega að mestu leyti horfnar, arðrán, samherjar sem þreyttust og hinar mörgu óhjákvæmilegu skyldur sem heimili og kona leggja á herðar og geta vængstýft jafnvel ötulasta hugsjónamann. Pelli er hetja hins rúm- helga dags, og það sem hann fær í sigurlaun er ekkert konungs- ríki í ævintýralandi heldur hinn rúmhelgi dagur, sem hann nær eign- arhaldi á handa þeim, sem eiga hann með réttu. Þetta var ekki síður áhrifamikið en að fylgjast með Mýlíusi Eiríkssyni til Grænlands, Livingstóni til Afríku eða amerískum landnemum á herferðum þeirra gegn indíánum, sem áttu að vísu heima á landi því, sem þeir vörðu, en voru samt indíánar og urðu að láta sér nægja virðingu, fyrirlitningu og aðdáun. Og Andersen Nexö var hvorki né er neinn flókinn rithöfundur, heldur heiðarlegur handverksmaður og skáld- legur andi, enda þótt hann vilji ekki alltaf kannast við það síðar- nefnda. Hann hefur hæfileika hins góða alþýölega sögumanns . til þess að gera frásögn sína þannig úr garÖi, að áhuginn hjaðnar ekki stundarkorn. Söguhetjur hans eru opnar venjulegum lesönd- um, og hann mælir af hjarta í ritum sínum. Allar þær tilfinn- ingar, sem manni er hollt að komist á hreyfingu, voru snortnar, þegar hann las um Pella. Reiður varð maður, hreykinn, þegar Lassi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.