Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 70
180
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lengur piltur með öll skilvit upp á gátt, sem komst yfir bók fullur
af leynilegri spennu; með tímanum hafði hann orðið atvinnules-
andi, bókmenntafræðingur, svo að viðhaft sé orð, sem gefur frem-
ur til kynna galla starfseminnar en kosti hennar. Hvaða áhrif hefur
nú bók um Pella svona mörgum árum eftir að maður las um hann
í fyrsta sinn? Er nægilega mikið eftir af hinum óspillta lesanda í
manni til þess, að hann geti sýnt þeim rithöfundi fullt réttlæti, sem
talar til þeirra, sem ganga hina beinu braut án fagurfræðilegra
svika?
En fyrst og fremst, hvað hefur orðið um Pella, sem fyrsta bókin
skildi við,þegar hann var að móta nýtt þjóðfélag með aðstoð gamals
bókavarðar, en sá endir bókarinnar var nokkur fró eftir alla þá
hjartnæmu atburði, sem lesandinn hafði fylgzt með og tekið þátt í?
Pelli er orðinn ráðsettur, „stovt“, eins og í Danmörku er sagt um
mann, sem hefur dregið úr hraðanum og metur þyngd sína sem
virðuleik. Hár hans er farið að grána, og það fer honum vel, hann
er í bæjarstjórn og verður bráðum ráðherra. Hann er að reisa
að nýju heiminn, sem hann lagði undir sig, kaupinhafnskan
heim handa auðmönnum, múrsteinsrauða og græna forhlið. Það er
áhugamál líðandi stundar, óskin um fagran bæ, sem verið er að
uppfylla, en ekki bæ án sults og neyðar. Stríðið nálgast, stríðið
1914. Og nú ríður á. Nú á hin mikla hugsjón um bræðralag þrátt
fyrir öll landamæri að standast prófraun sína. Þótt fjármagnið vilji
stríð, vilja verkamennirnir það ekki! Alþjóðasambandið, samhugur
verkamannanna, gerir stríð óframkvæmanlegt. Þetta var hin mikla
hugsjón. Og hvað varð hinn litli veruleiki? Að fulltrúar verka-
manna á þingi með örfáum undantekningum greiddu atkvæði með
fjárveitingu til hernaðarþarfa, sem gerðu stríð framkvæmanlegt og
veittu verkamanni eins lands tækifæri til að drepa verkamann ann-
ars lands, flytja þeim heimilum dauða og ógæfu, sem hann átti að
vernda. Verkamennirnir gerðu hugmyndina um vörn hins ofsótta
lands að sinni, og þar sem öll lönd voru ofsótt og höfðu orðið fyrir
árásum, þá studdi verkamannaflokkur hvers eins lands gömlu skoð-
unina um stórfengleik stríðsins. Alþjóðahyggja var glapsýn. Raun-
veruleikinn var vernd þeirra hagsbóta, sem hluti af verkamanna-
stéttinni hafði öðlazt í því þjóðskipulagi, sem verkamenn höfðu