Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Qupperneq 72

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Qupperneq 72
182 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skáld, eins og það myndi vera að breyta heiminum, þegar maður hefur bæði góðan vilja og réttlætið sín megin en er ekki atvinnu- stjórnmálamaður. Og enda þótt lesandinn sakni Lassa pabba, þá fær hann móður Marteins í staðinn. Og það hlýtur að vera undar- legur trékarl, sem viknar ekki þegar hann les um þessa litlu, stað- föstu konu, sem er sjálfur draumurinn um móður. Það er vafalaust rangt að ímynda sér að Andersen Nexö skírskoti vitandi vits til tára og hláturs til þess að laða lesendur til sín; því mun öllu held- ur vera þannig varið, að hann tímir ekki að valda þeim mörg'u vonbrigðum, sem bæði vilja gráta og hlæja, þegar þeir lesa bók. Og það eru hinir mörgu sem Nexö vill komast í samband við. En skyldi Nexö vera ljóst, að hjartalag hans hefur komið honum til að skrifa lofsöng um gæzku hinna smáu, um blessun fátæktarinnar, sem gerir allar byltingar óþarfar? Eða skynjar þetta rómantíska skáld, að hann finnur meðal hinna smáu í þjóðfélaginu minjar um hamingjuland, sem hefur glatazt, þar sem allir karlmenn voru verka- menn, iðnaðarmenn og bændur, og allar konur fullar af varma og gæzku? Og hugsar þessi raunsæi gagnrýnandi sér hið sósíalistíska þjóðfélag eins og samheldni fólks, þar sem allir eru hamingjusamir og smáir, í nánum tengslum við jörðina, með verkfæri iðnaðar- mannsins í öruggum greipum? Það hefði verið auðveldara að fylgj- ast með Nexö, ef hann hefði lýst fátæktinni sem vonlausu ástandi frá mannlegu sjónarmiði séð, en þannig hefur hún ekki birzt hon- um. Þeir sem hvorki hafa lesið Pella sigursæla né Martein rauða, ættu að lesa þær í réttri röð. Ég býst ekki við að neinn muni sjá eftir því. En mér skjátlast mjög, ef það eru ekki margir, sem nokkru eftir að lestrinum er lokið muna bezt eftir Pella litla úti á engjum með kýrnar sínar, sem hann ríkti yfir eins og konungur, lítill hrjáð- ur konungur, fullur af þrá til Lassa pabba og með litla barnshjartað sitt í buxunum af hræðslu við bústjórann, sem vafalaust situr við einhvern gluggann á bænum og hefur vakandi auga á honum. Skyldi nokkrum geta gleymzt lýsingin á þrá Pella, sem birtist umhverfis hann í hreifingum kúnna og löngum skuggum þeirra, í langdregnu bauli þeirra, í geislum sólarinnar og tísti fuglanna? Og hvers vegna er manni þetta minnisstæðast? Vegna þess að Andersen Nexö hefur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.