Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Qupperneq 80
190
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
„Jú, hann er í Landsnefndinni.“
„Ég hitti hann eitt kvöldið í Lundúnum og hann virtist vera heil-
mikið á lofti. . . . Veslings O’Hara. Líklega óreglu að kenna?“
„Ýmislegt annað líka,“ sagði Litli-Chandler stuttaralega.
Ignatíus Gallaher hló.
„Tommi,“ sagði hann, „ég sé að þú hefur ekki breytzt minnstu
vitund. Þú er sami alvörumaðurinn og í fyrri daga, þegar þú varst
að tala um fyrir mér á sunudagsmorgnana, þegar ég var timbraður
og lurkum laminn. Þú þyrftir að sjá þig um í heiminum. Hefurðu
farið nokkuð?“
„Ég hef farið til eyjarinnar Mön,“ sagði Litli-Chandler.
Ignatius Gallaher hló.
„Eyjarinnar Mön,“ sagði hann. „Farðu til Lundúna eða Parísar:
Parísar væri ágætt. Þú hefðir gott af því.“
„Þú hefur verið í París?“
„Ég skyldi nú halda það. Ég hef þvælst þar um þó nokkuð.“
„Og er hún raunverulega eins falleg og af er látið?“ spurði Litli-
Chandler.
Hann dreypti svolítið á glasinu, meðan Ignatius Gallaher drakk
sitt í botn.
„Falleg?“ sagði Ignatius Gallaher og smjattaði á orðinu og hin-
um gómsætu dreggjum mjaðarins. „Hún er ekki svo falleg, þú skil-
ur. Auðvitað er hún falleg. ... En það er lifið í París, sem er stór-
fenglegast. 0, það er ekki nokkur borg sem jafnast á við París að
glaðværð, fjöri og gáska. . . .“
Litli-Chandler lauk úr glasinu og heppnaðist eftir langa mæðu að
veifa í þjóninn. Hann báð um í glösin aftur.
„Ég hef komið á Moulin Rouge,“ hélt Ignatius Gallaher áfram,
þegar þjónninn hafði tekið glösin þeirra, „og ég hef komið á allar
listamannaknæpurnar. Þar er nú svallað. Það væri ekki fyrir jafn
skírlífan pilt og þig, Tommi.“
Litli-Chandler sagði ekki neitt fyrr en þjónninn hafði komið aftur
með glösin: þá skálaði hann við vin sinn og drakk sama minnið og
áður. Hann var farinn að finna til nokkurra vonbrigða. Honum
geðjaðist ekki að skrafi og málfari Gallahers. Það var eitthvað
klúrt í fari vinar hans, sem hann hafði ekki tekið eftir áður. En ef