Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 85
SKÝJABORG 195 „Engin hætta á því, vinurinn. Ég ætla að líta í kringum mig fyrst og kynnast lífinu áður en ég sting höfðinu í sekkinn — ef ég geri það þá nokkurn tíma.“ „Einhvern tíma rekur að því,“ sagði Litli-Chandler rólega. Ignatius Gallaher sneri hinu rauðgula bindi sínu og Ijósbláum augunum alveg við vini sínum. „Þú heldur það?“ sagði hann. „Þú stingur höfðinu í sekkinn eins og allir aðrir, ef þú finnur þá réttu,“ sagði Litli-Chandler þrákelknislega. Hann hafði lagt nokkra áherzlu á orðin og fann, að hanh hafði komið upp um sig, en þótt roðinn í kinnum hans ykist, leit hann ekki undan augnaráði vinar síns. Ignatius Gallaher horfði á hann nokkur augnablik og sagði síðan: „Ef það kemur einhverntíma fyrir, máttu veðja þínum síðasta eyri upp á það, að það verður ekkert daður eða flaður í kringum það. Ég ætla að giftast til fjár. Hún verður að eiga álitlega banka- bók, ef hún á að vera nokkuð fyrir mig.“ Litli-Chandler hristi höfuðið. „Ja, maður Iifandi,“ sagði Ignatius Gallaher með ákafa, „veiztu bara hvað? Ég þarf ekki nema gefa mitt samþykki og þá get ég fengið kvenmanninn og peningana strax á morgun. Þú trúir því ekki? Jæja, ég veit það nú samt. Það eru hundruð — hvað segi ég — þúsund ríkra Þjóðverja og Gyðinga, sem mundu verða dauð- fegnar .... Bíddu svolítið við, ljúfurinn. Sjáðu hvort ég kem ekki ár minni vel fyrir borð. Ef ég ætla mér eitthvað, þá er ég ekkert að káka við það, get ég sagt þér. Bíddu bara við.“ Hann sveiflaði glasinu að vörum sér, drakk í botn og hló hátt. Síðan leit hann hugsandi fram fyrir sig og sagði í rólegri málróm: „En ég er ekkert að flýta mér. Þær geta beðið. Ég hef ekki í hyggju að binda mig einni konu, þú skilur." Hann fór með varirnar eins og hann væri að bragða á einhverju og gretti sig. „Hræddur um það yrði bragðdauft til langframa,“ sagði hann. Litli-Chandler sat í herberginu innan við forstofuna og hélt á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.