Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 86
196
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
barni í fanginu. Þau höfðu enga vinnustúlku fyrir sparsemi sakir,
en Monika yngri systir Onnu var hjá þeim eitthvað um klukkutíma
á morgnana og eitthvað svipað á kvöldin til þess að hjálpa til. Nú
var Monika farin heim fyrir löngu. Klukkuna vantaði fjórðapart
í níu. Litli-Chandler hafði komið of seint í teið og hafði auk þess
gleymt að koma heim með kaffipakka úr Beuleysbúð. Auðvitað var
hún í slæmu skapi og svaraði honum út úr. Hún sagði, að hún
mundi komast af telaus, en þegar leið að lokunartíma ákvað hún að
fara sjálf eftir hálfri mörk af tei og tveim pundum af sykri. Hún
lagði sofandi barnið gætilega í faðm hans og sagði:
„Hérna. Yektu hann ekki.“
Lampakríli með hvítum postulínshjálmi stóð á borðinu og birtan
frá honum féll á ljósmynd í ramma sem var étinn á hornunum. Það
var mynd af Önnu. Litli-Chandler horfði á hana og dvaldi við
þunnar lokaðar varirnar. Hún var í ljósbláu sumarblússunni, sem
hann hafði fært henni að gjöf einn laugardag. Hún hafði kostað
hann tíu shillinga og ellefu pence; en hvílíka kveljandi taugaæsingu
hafði hún ekki kostað hann. Hvað hann hafði þjáðst þann dag,
meðan hann beið við dyrnar þangað til búðin var orðin tóm, með-
an hann stóð við borðið og reyndi að sýnast rólegur, en afgreiðslu-
stúlkan hrúgaði kvenblússum fyrir framan hann, meðan bann var
að borga við borðið hjá peningakassanum og gleymdi að taka við
skiptimyntinni, meðan hann gekk inn aftur við kall gjaldkerans og
loks meðan hann gekk út úr búðinni og reyndi að hylja feimnisroða
sinn með því að athuga böggulinn hvort hann væri vel bundinn eða
ekki. Þegar hann kom heim með blússuna, kyssti Anna hann og
sagði hún væri mjög falleg og eftir nýjustu tízku; en þegar hún
heyrði verðið kastaði hún blússunni á borðið og sagði að það væru
helber svik að setja tíu shillinga og ellefu pence á hana. í fyrstu
vildi hún skila henni aftur, en þegar hún hafði mátað hana var hún
stórhrifinn af henni, einkum sniðinu á ermunum, kyssti hann og
sagði hann væri ákaflega vænn að hugsa um hana.
Hm! ....
Hann horfði kuldalega í augun á myndinni og þau horfðu kulda-
lega á móti. Víst voru þau snotur og andlitið slíkt hið sama. En,
honum fannst eitthvað lítilmótlegt við það. Hversvegna var það