Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 88
198
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
„í þröngum náttstað þér er beður valinn.
Þú sem varst eitt sinn —------“
Það var tilgangslaust. Hann gat ekki lesið. Hann gat ekki gert
neitt. Vein barnsins smugu í gegnum hann. Það var tilgangslaust,
tilgangslaust. Hann var ævifangi. Armar hans titruðu af bræði og
allt í einu beygði hann sig niður að barninu og hrópaði:
„Hættu!“
Barnið hætti andartak að gráta, en byrjaði síðan að orga með
hræðsluflogum. Hann stökk upp af stólnum og tók að æða um her-
bergið með barnið í fanginu. Það grét með brjóstumkennanlegum
ekka og stóð á öndinni fjórar eða fimm sekúndur á milli gráthvið-
anna. Hinir þunnu veggir herbergisins bergmáluðu hljóð þess. Hann
reyndi að hugga það, en ekki þess jókst því meir. Hann horfði á
andlit barnsins, afmyndað og titrandi og varð skelfdur. Hann taldi
sjö ekkasog á milli andkafanna og þrýsti barninu óttasleginn að
brjósti sér. Ef það dæi nú! ....
Dyrnar flugu upp á gátt og unga konan kom inn hlaupandi og
móð.
„Hvað er þetta? Hvað er þetta?“ hrópaði hún.
Þegar barnið heyrði rödd móður sinnar, fékk það nýja ekka-
hviðu.
„Þetta er ekki neitt, Anna .... þetta er ekki neitt .... Hann
fór að gráta.... “
Hún fleygði bögglunum á gólfið og hrifsaði barnið af honum.
„Hvað hefurðu gert honum?“ hrópaði hún og horfði hvasst á
hann.
Litli-Chandler stóðst augu hennar nokkur andartök, en þegar
hann sá hatrið í þeim féll honum allur ketill í eld. Hann reyndi að
stynja upp:
„Það er ekkert.... Hann.... hann fór að gráta.... Ég gat
ekki.... ég gerði ekkert.... Hvað?“
Hún tók að ganga um gólf í herberginu án þess að anza honum,
hélt barninu fast að barmi sér og muldraði:
„Litli stúfurinn! Litli stúfurinn minn! Va’stu hræddur, ástin?