Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 90
MARTIN NIELSEN:
STUTTHOF
Martin Nielsen var tekinn höndum 22. júni 1941, en hann var
ritstjóri Arbejderblaðsins og þingmaður kommúnistaflokksins
danska. Sat ýmist í fangelsum í Vestre eða Horseröd. Var fluttur
2. októbcr 1943 til Stutthof við Danzig. Eftir að Rússar höfðu
leyst hann úr haldi 10. marz 1945, fór hann heim um Bromberg
og Moskvu.
í sambandi við atburð, sem gerðist kringum 29. ágúst 1943, tóku
Þjóðverjar í sínar hendur kommúnistafangelsin í Horseröd, sem
yfirvöldin þar höfðu sett á stofn. Vegna heitrofs þáverandi „dönsku“
yfirvaldanna, heppnaðist aðeins rninni hluta fanganna í Horseröd að
flýja, áður en Þjóðverjar höfðu tekið fangabúðirnar í fulla gæzlu.
Eftir urðu því í fangabúðunum 143 karlmenn og 7 konur, sem féllu
Þjóðverjum í hendur.
Flestir þessara fanga höfðu verið í haldi hjá „dönsku“ yfirvöld-
unum frá því 22. júní 1941. Hinir höfðu verið fangelsaðir í árekstr-
unum í nóvember 1942. Forsendurnar fyrir þessum handtökum
voru „kommúnistalögin“ frægu. Enginn hafði nokkurntima svo
mikið sem gefið í skyn, hvað þá reynt að sannfæra okkur um, að
við hefðum unnið okkur til refsingar. Nei. Við vorum einungis
grunaðir um, að við mundum brjóta af okkur, ef við fengjum að
ganga lausir. — Þetta voru „rökin“ fyrir handtöku okkar, og með
þeim höfðu „dönsku“ yfirvöldin brennimerkt okkur í augum Þjóð-
verja sem „hættulegt“ fólk.
Það er ástæða til að ætla, að þetta hafi verið frumorsökin til
þess, að við urðum fyrsti hópurinn frá Danmörku, sem lenti í þýzk-
um fangabúðum og það í einum hinna illræmdustu tortímingar-
fangabúðum þriðja ríkisins.
Annan október 1943, eftir að við höfðum verið 5 vikur í umsjá
Þjóðverja í Horseröd, vorum við sendir til Þýzkalands. Oryggislög-