Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 98
208
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
kerfi“ fangabúðanna var aðalorsökin fyrir hinni „eðlilegu“ tortím-
ingu.
„Stjórnarkerfið“ í Stutthof var í fáurn dráttum eins og hér segir:
Fangarnir í Stutthof höfðu „sjálfstjórn“ innan sjálfra fangabúð-
anna. Aðeins gæzla, réttarfar og eftirlit heyrði undir SS menn, en
SS mennirnir í Stutthof voru úr hinni frægu „SS-Totenkopf“-her-
deild, og þess vegna báru þeir allir hauskúpur sem einkenni frá
hinum æðstu til hinna lægstu. Sömuleiðis var fáninn, sem blakti
yfir varðbyggingunni, svartur með hauskúpu og tvo krosslagða fót-
leggi í efra horninu vinstra megin.
Yfirmaður fangabúðanna, sem einnig var böðull, var fangi. Vinn-
unni var stjórnað af föngum. Læknar og hjúkrunarmenn voru fang-
ar. Fangar sáu um matreiðsluna og braggastjórarnir voru fangar.
Það lítur vel út á pappírnum, maður gæti freistazt til að halda, ef
maÖur vissi ekki betur, að hér væri um að ræða vissa tegund af
lýðræöi.
I reyndinni var þetta allt öðruvísi. Þetta skipulag var hin út-
smognasta siðspilling, sem nokkur sjúkur heili hefur fundið upp.
I Stutthof voru tvær tegundir fanga, hinir „rauðu“ og hinir
„grænu“. Hinir rauðu, þ. e. a. s. pólitísku fangarnir voru margfalt
fjölmennari. Þeir voru auk númersins látnir ganga með rauðan
þríhyrning. Þess vegna kölluðum við þá hina rauðu. Hinir grænu
báru grænan þríhyrning til auðkenningar frá þeim rauðu, þaðan
var nafnið dregið.
Þeir grænu voru aðeins nokkur hundruð að tölu, en það var líka
meira en nóg. Þeir voru að nokkrum undanteknum þýzkir glæpa-
menn, að mestu leyti tíndir upp úr argvítugustu glæpabælum Ham-
borgar, Berlínar og Vínar. Fáir þeirra höfðu minna en 10 ára fang-
elsi að baki, er þeim var sleppt í fangabúðirnar. Allir voru þeir
annað hvort morðingjar að atvinnu eða bankaræningjar, innbrots-
þjófar eða óaldarseggir í stórum stíl. Slík afhrök hafa aldrei sézt
fyrr svo mörg samankomin á einum stað.
í umsjá þessara viðbjóðslegu þorpara var stjórnin innan fanga-
búðanna. Þessir glæpamenn voru einvaldir yfir heill og lífi fang-
anna, og það eru því miður engar ýkjur, heldur bláber staðreynd, að