Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 102
212 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR manneskjurnar að lenda undir svipunni. Oftast vissum við að búið var að ákveða að þær skyldu deyja. Böðlarnir létu, er þannig stóð á, höggin lenda á nýrunum, svo að þau losnuðu og fórnarlambinu tók að blæða inn, en það hafði dauðann í för með sér innan fárra daga. Fyrir kom, að fanginn missti meðvitundina meðan á mis- þyrmingunni stóð. Var þá ausið nokkrum fötum af vatni yfir hann og hýðingunni síðan haldið áfram. Hið svokallaða Revíer eða sjúkrahús er einnig þáttur út af fyrir sig. Meðal fanganna var það ætíð nefnt forgarður líkbrennsluhússins, og það var réttnefni. Því var komið fyrir í gömlum, lágum, dinnnum og rökum, ótrúlega ó- hreinum bröggum í hinum svokölluðu gömlu fangabúðum. Milli 800—1200 sjúklingar lágu þarna að staðaldri. Rúmin voru í tveim- ur röðum, hengirúm fyrir ofan, og tveir og tveir í hverju fleti eins og venja var í fangabúðunum. Gyðingarnir lágu þrír eða fjórir í sama bæli. Eins og sagt hefur verið, voru læknarnir á sjúkrahúsinu einnig fangar. í Stutthof fangabúðunum voru allir læknar pólskir nema tveir, litháiskur prófessor og ungur litháiskur læknir. Þeir höfðu allir að undanteknum þeim síðastnefndu verið í haldi í fangabúð- um síðan í september 1939. Þeir höfðu smám saman sljófgazt og spilzt svo mjög af því, sem þeir sjálfir höfðu orðið að þola og af þeim skilyrðum, sem þeir áttu við að búa, að ekkert, alls ekkert fékk á þá lengur. Þeir höfðu smám saman orðið að sadistum. Allar aðgerðir fóru auðvitað fram án deyfingar. Þær voru fram- kvæmdar í stofu, þar sem 30—40 manns stóðu að jafnaði með daun- ill, vætlandi sár og biðu þess að fá umbúnað. Læknarnir framkvæmdu aðgerðirnar, jafnvel þær stærstu, á þann hátt að sjúklingurinn var látinn liggja á bekk, sem allur lykt- aði af blóði og greftri. Sjúklingurinn var „deyfður“ með því, að fæturnir voru reyrðir við bekkinn og nokkrir hjúkrunarmenn, sem höfðu misst alla mannrænu alveg eins og læknarnir, liéldu höfði og fótum sjúklingsins. Ef sjúklingurinn var órólegur eða hann kveinkaði sér, fékk hann nokkur hnefahögg í andlitið, þangað til hann varð rólegur. Þetta var hin eina deyfing, sem höfð var um hönd í Stutthof. Læknarnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.