Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 105
STUTTHOF
215
fangabúðum á stórfelldan hátt. Nokkrar tölur sýna þetta. í maí-
mánuði 1944 voru fanganúmerin komin upp í 35.000. Þegar fanga-
búðirnar voru fluttar, voru númerin komin yfir 110.000. Það voru
aðallega Gyðingar, sem komu frá austurhéruðunum. Og með komu
þeirra hófst hræðilegasti kapítulinn í sögu Stutlhofs. Til þessa höfðu
fjöldaaftökur að vísu átt sér stað, en þær voru aðeins lítilfjörlegar
hjá þeim dauðadansi, sem nú byrjaði. í mánuðunum marz og april
var gasklefi byggður í Stutthof. Það var steinhús með aðeins einum
loftþéttum dyrum. Eina glufan, sem var á því auk dyranna var loft-
gat á hjörum í þaki hússins. Inn um það var gassprengjunum kast-
að — hinum frægu syklonsprengjum — síðan var því lokað.
Seinna var járnbrautarvagn útbúinn á sama hátt, þegar gasklef-
inn hrökk ekki til. Hann hafði líka þann kost, að hægt var að aka
líkunum til líkbrennslunnar. Nóttina fyrir 22. júní 1944 var gas-
klefinn í Stutthof vígður. Það voru þó ekki Gyðingar, sem voru
notaðir við það hátíðlega tækifæri, heldur Pólverjar. Síðdegis
hinn 21. júní voru taldir úr vinnuflokknum nákæmlega 100 Pól-
verjar, allir úr Varsjár-Grodny-héruðunum, og um kvöldið um sex
leytið voru hinir fyrstu 50 drepnir í gasklefanum. Um níu-leytið
um kvöldið, eftir að öllum föngunum hafði verið skipað að ganga
til hvílu, var þeim 50, sem eftir voru, skipað á fætur. Hinir „grænu“
bundu hendur þeirra á bak aftur og ráku þá yfir að gasklefanum.
Margir reyndu að flýja, en voru teknir í sjálfum fangabúðunum,
slegnir hrottalega niður og dregnir niður að hliðinu. Hér voru SS-
menn fyrir með vélbyssur til þess að taka á móti dauðafylkingunni.
Þegar fangarnir voru komnir út fyrir hliðið, hófst áköf skothríð.
Seinna var það staðhæft, að 13 ára drengur, sem var í hópnum á-
samt föður sínum, hefði reynt að hlaupast á burt. Sannleikurinn
er sá, að í einni svipan bókstaflega rigndi skotunum yfir fanga-
búðirnar, gegnum hina þunnu fjalaveggi. Við stukkum upp úr rúm-
unum niður á gólfið og reyndum að kúra okkur niður eins og við
gátum. Tveir voru drepnir í fangabúðunum og margir særðir. Þeg-
ar árangurinn var rannsakaður fyrir utan fangabúðirnar, voru að-
eins 14 af dauðamönnunum á lífi, hinir 36 höfðu fallið í skothríð-
inni. Þessir 14 voru reknir í gasklefann og drepnir þar. Þetta var
vígsla klefans.