Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 105
STUTTHOF 215 fangabúðum á stórfelldan hátt. Nokkrar tölur sýna þetta. í maí- mánuði 1944 voru fanganúmerin komin upp í 35.000. Þegar fanga- búðirnar voru fluttar, voru númerin komin yfir 110.000. Það voru aðallega Gyðingar, sem komu frá austurhéruðunum. Og með komu þeirra hófst hræðilegasti kapítulinn í sögu Stutlhofs. Til þessa höfðu fjöldaaftökur að vísu átt sér stað, en þær voru aðeins lítilfjörlegar hjá þeim dauðadansi, sem nú byrjaði. í mánuðunum marz og april var gasklefi byggður í Stutthof. Það var steinhús með aðeins einum loftþéttum dyrum. Eina glufan, sem var á því auk dyranna var loft- gat á hjörum í þaki hússins. Inn um það var gassprengjunum kast- að — hinum frægu syklonsprengjum — síðan var því lokað. Seinna var járnbrautarvagn útbúinn á sama hátt, þegar gasklef- inn hrökk ekki til. Hann hafði líka þann kost, að hægt var að aka líkunum til líkbrennslunnar. Nóttina fyrir 22. júní 1944 var gas- klefinn í Stutthof vígður. Það voru þó ekki Gyðingar, sem voru notaðir við það hátíðlega tækifæri, heldur Pólverjar. Síðdegis hinn 21. júní voru taldir úr vinnuflokknum nákæmlega 100 Pól- verjar, allir úr Varsjár-Grodny-héruðunum, og um kvöldið um sex leytið voru hinir fyrstu 50 drepnir í gasklefanum. Um níu-leytið um kvöldið, eftir að öllum föngunum hafði verið skipað að ganga til hvílu, var þeim 50, sem eftir voru, skipað á fætur. Hinir „grænu“ bundu hendur þeirra á bak aftur og ráku þá yfir að gasklefanum. Margir reyndu að flýja, en voru teknir í sjálfum fangabúðunum, slegnir hrottalega niður og dregnir niður að hliðinu. Hér voru SS- menn fyrir með vélbyssur til þess að taka á móti dauðafylkingunni. Þegar fangarnir voru komnir út fyrir hliðið, hófst áköf skothríð. Seinna var það staðhæft, að 13 ára drengur, sem var í hópnum á- samt föður sínum, hefði reynt að hlaupast á burt. Sannleikurinn er sá, að í einni svipan bókstaflega rigndi skotunum yfir fanga- búðirnar, gegnum hina þunnu fjalaveggi. Við stukkum upp úr rúm- unum niður á gólfið og reyndum að kúra okkur niður eins og við gátum. Tveir voru drepnir í fangabúðunum og margir særðir. Þeg- ar árangurinn var rannsakaður fyrir utan fangabúðirnar, voru að- eins 14 af dauðamönnunum á lífi, hinir 36 höfðu fallið í skothríð- inni. Þessir 14 voru reknir í gasklefann og drepnir þar. Þetta var vígsla klefans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.