Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 106
216 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hér með voru fjöldamorðin hafin. í september, október og nóv- ember og framan af desember 1944 voru Gyðingahópar reknir næstum daglega í gasklefann þrisvar sinnum á dag og 50—70 í hverjum bóp. Við áætlum, að þessa mánuði hafi 30—40 þúsund manns verið myrt í Stutthof, annað hvort í gasklefanum eða af misþyrmingum, sulti og taugaveiki. Flestir hinna myrtu voru Gyð- ingar, meirihlutinn konur og börn. Lögmálið, sem gilti um morðin, var nefnilega það að nota vinnukraft Gyðinganna eins vel og lengi og hentugt þótti. Þess vegna urðu konur og börn alltaf á undan í gasklefann. Við höfðum oft séð heilar fjölskyldur upprættar, en einum manninum hlíft vegna þess, að hann var iðnaðarmaður, t. d. skósmiður eða því um líkt. Sumarið 1944 voru um 5000 Gyðingakonur sendar frá Stutthof til að byggja „austurvegg“ við Königsberg. Þær unnu nótt og dag í vatni, sem tók þeim í bringu, sváfu úti á víðavangi eins og dýr og fengu naumast nokkurn mat, aftur á móti svipu. Eina læknis- stofnunin, sem þar þekktist, var líkbrennslustofa. Eftir nokkra mán- uði voru aðeins nokkur hundruð á lífi. Þær voru sendar til Stutt- hof með járnbrautarlest, lífs og liðnar í einni kös. Nokkrir Danir störfuðu að því að flytja þessi lifandi lík úr aðallestinni yfir í útbrautarvagnana. Spyrjið þá, hvað þeir hafi séð og þið munið fá svo átakanlegar lýsingar, að ekki er hægt að setja þær á prent. Loks var svo komið síðustu mánuðina, sem Stutthof var við líði, að líkbrennslustofan hafði ekki við að taka á móti öllum þeim, sem létu lífið, annað hvort í gasklefanum eða af hungri, misþyrmingum og sjúkdómum aðallega af taugaveiki jafnt innvortis sem útbrota- taugaveiki. Þó að líkbrennslustofan sæi fyrir 220 líkum á sólar- hring, gerðist nauðsynlegt í október og nóvember að brenna líkin á báli fyrir utan rafmagnsgirðinguna, sem lá utan um fangabúðirn- ar. A þann hátt var 800 líkum brennt annan hvern dag í fyrrnefnd- um mánuðum. Þennan tíma lá stöðugt fúl, kefjandi stækja af brenndu holdi og sviðnum leggjum yfir fangabúðunum. Áður en Rauði herinn gæti setzt um Stutthof brenndu SS-mennirnir þá bragga, sem hinar sjúku og dauðvona Gyðingakonur höfðust við í. Síðuslu mánuðina, sem við vorum í Stutthof, fóru opinberar af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.