Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 109
STUTTHOF 219 einu sinni hin ágætu nazistablöð, komið í fangabúðirnar), var 25. janúar lagt af stað með 12 til 15 þúsund fanga frá Stutthof. Allir þeir, sem ekki álitu sig ferðafæra, fengu boð um að vera eftir. Auk þeirra urðu allar konur eftir, þar á meðal hinar fyrrnefndu Gyðinga- konur, er voru brenndar inni í fangabúðunum, áður en Rússar náðu að setjast um staðinn. Hvað eiginlega varð af öllum hinum, sem eftir urðu, er ekki upplýst enn. Sumum var bjargað, þar á meðal Dönum, aðrir létu lífið. Afdrif hinna 12 til 15 þúsund fanga, sem lögðu fótgangandi af stað frá Stutthof, getur maður gert sér í hugarlund út frá því, sem varð um hópinn, sem við vorum í. Eftir aðstæðunum má gera ráð fyrir, að minnsta kosti helmingur allra fanganna hafi látið lífið, áður en Rauði herinn gat frelsað þá. Hungur og sjúkdómar urðu til þess, þrátt fyrir hjálp og umönnun Rússanna, að margir dóu eftir lausnina. Hvaða afdrif hópurinn fékk, sem við vorum í, vitum við aftur á móti nákvæmlega. Flestir í þeim hópi voru Danir, Pólverjar og Rússar, auk nokkurra Norðmanna. Við komum úr tveimur bröggum, bragga 5, en þar bjó meirihlut- inn af Dönunum, og bragga 7, sem var aðallega skipaður Rússum. Þess ber að geta, að íbúar þessara bragga voru hraustastir allra í fangabúðunum. Hinn 25. janúar gengu þessir tveir hópar út úr Stutthof fanga- búðunum í fylkingu, sem var að tölu 1198 menn. í níu sólarhringa vorum við látnir þreyta gönguna í hríðarveðri á svelluðum vegum í hnésnjó og næstum því matarlausir, í hæsta lagi nokkrar kartöflur í örfá skipti. Þegar við gátum ekki komizt lengra og það þurfti að sverfa hart að til þess, að SS-mennirnir viðurkenndu það, gistum við í köldum, lekum hlöðum. Eflir fyrstu tveggja daga gönguna tóku lík félaga okkar, sem á undan höfðu farið, að liggja á vegarbrúnunum eins þétt og símastaurarnir standa heima. Hver sem ekki gat fylgzt með og gafst upp eða gat ekki stað- ið upp eftir hvíld, var formálalaust skotinn í hnakkann og skilinn eftir á vegarbrúninni. Aftan við hverja fylkingu gekk vopnaður SS-böðull með hund. A þennan hátt fórum við urn héraðið, sem áður hafði verið hluti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.