Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Qupperneq 110

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Qupperneq 110
220 TlMARIT MÁLS OG MENNINGAR af fríríkinu Danzig, drógumst síðan gegnum Pólska Hliðið og lent- um 3. febrúar eftir ósegjanlega hrakninga í dálitlu þorpi á Austur- Pommern, Nawitz að nafni, um 18 km. frá Lauenburg. Þegar við náðum þangað og búið var að koma okkur fyrir í fangabúðum, sem nazistar höfðu áður geymt kvenþræla í, voru aðeins 796 á lífi af þeim 1198 mönnum, sem höfðu gengið út úr Stutthoffanga- búðunum 9 sólarhringum áður. Hinir af félögum okkar höfðu ann- að hvort verið skildir eftir í stað nálægt Danzig á öðru dægri göng- unnar eða skotnir á leiðinni. Seinna fengum við fréttir af því að 30 Pólverjum, sem kunnugastir voru staðnum, hefði tekizt að flýja. Þegar við hættum göngunni hjá Lauenburg, var það sökum hinn- ar nýju hernaðarafstöðu, sem hafði skapazt á þeim 9 sólarhringum, sem dauðaganga okkar hafði staðið. Rauði herinn hafði sótt fram í Póllandi og allt til Óder, en sat nú um Stettín. Með öðrum orð- um Pommern var afkróað, svo að þaðan varð ekki komizt nema á sjó. Og nú fengum við að dveljast um kyrrt í Nawitz að minnsta kosti í bráðina, meðan hinir, sem almennt voru ver leiknir, lágu dreifðir á svæðinu milli Danzig og Lauenburg. Okkur var eins og fyrr var sagt komið fyrir í nýjum fangabúðum. Með sæmilegu móti hefði mátt hafa 200 manns í þessum tveimur bröggum, en brátt var allt orðið yfirfullt. Þarna var troðið inn 800 manns. Afleiðingin var sú, að við lágum hver um annan þveran á gólfinu eins og síld í tunnu. Það var ekki nokkurs staðar fersentí- metri af gólfi auður. Drykkjarvatn eða þvottavatn var ekki til í fangabúðunum. Ef tekið er til athugunar, að við komum af 9 sólarhringa hung- urgöngum, er auðvelt að skilja, hvaða afleiðingar það hafði fyrir okkur að fá aðeins nokkrar kartöflur á dag fjóra til fimm fyrstu dagana og annað ekki. Tilgangurinn var greinlegur. Það átti að svelta okkur í hel. Að við björguðumst eins margir og raun varð á, er því að þakka, að íbúar Pólska Hliðsins byrjuðu á sjötta degi að senda okkur mat, þó að þeir stofnuðu lífi sínu í háska með því. Við fengum senda súpu, einn og hálfan lítra á mann yfir daginn. Þótt undarlegt sé, leyfðu SS-mennirnir, að við fengjum þessa súpu. íbúar tveggja ann- arra bragga, sem lágu í nokkurra km. fjarlægð, fengu ekki súpu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.