Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Qupperneq 114
224
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
undan ábyrgðinni og koma henni yfir á það íslenzka bókaforlag,
sem lét þýða bókina, og sem hafi með skrumauglýsingum sínum
villt honum sjón. En ég efast um, að þessi sakleysissvipur liafi áhrif
á nokkurn lesanda. Skáldsagnahöfundi ættu ekki að vera ókunnugar
þær aðferðir, sem teknar eru í notkun, þegar bókaforlög auglýsa
vörur sínar. Fróðlegar eru í þessu sambandi athugasemdir doktors
Sigurðar Þórarinssonar í ritdómi hans um Ferðabók Sveins Páls-
sonar í Morgunblaðinu 22. desember síðastliðinn. Hann talar þar
um skrumauglýsingar almennt og nefnir sem dæmi, hvernig reynt
hafi verið að „kitla ófullnægðar eða afvegaleiddar kynhvatir með
því að auglýsa eina skikkanlega sænska skáldsögu sem djörfustu
og bersöglustu ástarsögu sem skrifuð hefur verið á Norðurlöndum
(sem er helber lýgi!) og bæta við þeirri lævíslegu upplýsingu, að
hvergi sé feld úr lína í íslenzku þýðingunni.“ Hvernig halda hátt-
virtir lesendur, að það myndi koma íslenzkum almenningi fyrir
sjónir, ef t. d. ég undirritaður fræddi sænska lesendur um í út-
breiddu sænsku tímariti — án nokkurra frekari útskýringa — að
þessi og svipaðar auglýsingar bæru skýran vott um andlega þjónk-
un, smámennsku og niðurlægingu hernámsáranna á íslandi?
Fyrri hluti seinni greinar Ó. J. S. er þáttur úr ferðasögu frá för
skáldsins til Ameríku, hugleiðingar hans um bókasendingar til
sænska sendiráðsins í Reykjavík, um fyrrverandi utanríkisráðherra
Vilhjálm Þór, bókaforlagið Norðra og gróða þess, um negratrúboð
o. fl. Þar sem þessi mál eiga ekkert skylt við sænskar skáldsögur eða
sænska pólitík á styrjaldarárunum, sé ég enga ástæðu til þess, að ég
skipti mér af þeim hér.
í svari mínu til Ó. J. S. Ieyfði ég mér að láta uppi grunsemdir um,
að þessum höfundi hefði í „ritdómi“ sínum verið aukaatriði að segja
álit sitt á Glitra daggir, grœr jold, en aðalatriði að senda Svíþjóð
stríðsáranna tóninn. Þessi nýja grein Ó. J. S. sýnir, að grunsemdir
mínar höfðu við rök að styðjast. Tveim þriðjungum hennar hefur
Skáldið varið til gagnslausra tilrauna að verja hin móðgandi um-
mæli um andlega þjónkun, smámennsku og niðurlægingu kúlulegu-
áranna í Svíþjóð — fáein hógvær orð, eins og honum þóknast að
kalla þau í annarri grein sinni. Ég ráðlegg lesendum að lesa sjálfir
greinar Ó. J. S., en þær eru vissulega á sinn hctt merkileg skjöl —