Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 4
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ef íslenzkir menntamenn hefðu ekki að jafnaði lilotið að vera sér þess meðvitandi að áheyrendur þeirra voru ekki takmörkuð stétt, heldur, að minnsta kosti, hinn upplýstari hluti allrar þjóðarinnar. Þannig hefur íslenzk menning, eftir að stéttaskipting hófst að nokkru ráði í landinu, ákvarðazt af einskonar víxláhrifum: alþýðan lagði af mörkum meginhluta menntamannanna, en menntunin varð samt ekki til að slíta sambandið á milli foreldris og afkvæmis, ef svo mætti segja, sökum þess að foreldrið var nógu upplýst til að fylgja afkvæminu eftir á hinum nýju leiðum. Auðvitað ber því ekki að neita, og dettur heldur engum í hug, að flest andans stórmenni vor á 19. öld og öndverðri þeirri 20. voru öðrum þræði mótuð af borgaralegum menn- ingararfi Evrópu. En þó Þorsteinn Erlingsson væri fyrsti kommúnistinn í þeirra hópi er auðsætt að hjá fyrirrennurum hans blandaðist hinn borgaralegi arfur einatt demókratískri og alþýðlegri hugsun, löngu eftir að hinir borgaralegu hugsuðir meginlandsins höfðu svikið flest hin upprunalegu loforð stéttar sinnar. Lítum vér sér í lagi á íslenzkar bókmenntir á þessari öld, verður ennfremur ljóst að þjóðfélagslegur uppruni rithöfunda hefur verið enn alþýðlegri, ef nokkuð er, heldur en á 19. öld, og samstaða þeirra með alþýðu ákveðnari og meðvitaðri. Þó allir rithöfundar vorir t. d. á tímabilinu 1920—1950 hafi nú ekki verið kommúnistar, þá er vant að sjá meðal þeirra marga menn sem gætu talizt fulltrúar og verjendur borgaralegs afturbalds: þó vel væri leitað mundu sennilega ekki finnast fleiri en einn eða tveir. Islenzkt afturhald hefur að sjálfsögðu unað þessu misrétti illa, og borgarastéttinni befur sviðið því sárar sem henni óx meir fiskur um Itrygg að vera svo lítilsmegandi í andleg- heitum sem raun ber vitni. Á þennan hátt er sannfæringin að það sé fínt að vera komm- únisti til komin; afturhaldið gerði sér í rauninni ljóst, þó það játaði það ekki fullum hálsi, að hvaða blekkingum sem það beitti gæti það aldrei teygt hinn heilaga eignarrétt svo langt að hann næði til íslenzkrar menningar, og allra sízt til kórónu íslenzkrar menn- ingar, bókmenntanna. En á síðustu árum hafa nokkur veðurmerki bent til þess að íhaldið álíti nú loksins sinn vitjunartíma í nánd. Borgarastéttin hefur nú aukizt tiltölulega að miklum mun, hún er líka að verða rótgróin, eftir því sem gerist hér á landi: þar sem áður var fyrsta og önnur kynslóð er nú komin önnur og þriðja. Og vel menntir menn úr borgarastétt tnunu nú vera ekki aðeins að höfðatölu fleiri en nokkurn tíma áður heldur einnig hlutfallslega. Það er því ekki nema eðlilegt að íhaldið hyggi á að reka sína „kúltúrpólitík“ ásamt hinni, og álíti að hrauðstritið kref jist ekki lengur allra sinna handa. Fyrir kommúnista, sem hljóta hvort sem er að horfast í augu við uppgang borgarastétt- arinnar í landinu, þyrfti slík þróun ekki að vera að öllu leyti óhagstæð. Það er ekki hollt að berjast alltaf við andstæðing sem er minnimáttar. Það er ólíkt meir uppörvandi fyrir kommúnista að deila við vel mennta borgarastétt heldur en andlega ófullveðja. Sérhverjum kommúnista er nauðsynlegt að kynna sér jafngaumgæfilega og höfunda sósíalismans þær hugmyndir andstæðinganna sem veita sem gleggsta og fyllsta mynd af málstað þeirra. Á 19. öld hefur t. d. ekki verið síður ágóðavænlegt að lesa Joseph de Maistre cn Marx. En Guðmund G. Ilagalín getur verið hættulegt fyrir kommúnista að lesa, cf þeir drægju af þeirri lesningu þá ályktun að styrkur ihaldsins speglaðist í henni. Það verður að játa að enn eru tilburðir íhaldsins í þessari menningarsókn hálf-fum- kenndir og bera vott um lítið öryggi. í stuttu máli má segja að sóknin beinist í tvær áttir. 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.