Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 75
UM SKAÐSEMI TÓBAKSINS þá getur hann farið út. (lagar á sér vestið) Sérstaklega vil ég biðja þá herra lækna sem hér eru viðstaddir að hlusta með athygli því þessi fyrirlestur minn getur orðið mikill vísdómsbrunnur fyrir þá, þar sem tóbakið, auk sinna skað- legu áhrifa, hefur einnig hlutverki að gegna í læknavísindunum. Þannig er það til dæmis, að ef fluga er látin í neftóbaksdós, þá drepst hún, að öllum líkindum, af bilun í taugakerfinu. Tóbakið er, að langmestu leyti, jurt ... Þegar ég flyt fyrirlestur, þá fer ég vanalega alltaf að depla hægra auganu, en þið skuluð láta eins og þið takið ekki eftir því; þetta stafar af taugaæsingi. Ég er mjög taugaveiklaður maður, svona yfirleitt, og ég byrjaði að depla auganu árið 1889, þann 13. september, sama daginn sem konan mín varð léttari, á sína vísu, og fæddi fjórðu dóttur okkar, Varvöru. Allar dætur mínar eru fæddar þann 13da. En, hvað um það, (lítur á úrið) vegna tímaskorts leyfum við okkur enga útúrdúra frá efninu. Ég verð samt að skýra ykkur frá því, að konan mín rekur tónlistarskóla og einka heimavist, það er að segja, ekki beinlínis heima- vist, heldur eitthvað í líkingu við heimavist. Okkar á milli sagt er konan mín mjög gefin fyrir að kvarta yfir þröngum efnahag, en hún hefur laumað ofur- litlu undan, svona fjörutíu — fimmtíu þúsundum, sjálfur á ég ekki eyri, ekki grænan túskilding — en hvað þýðir að tala um það! í heimavistinni hef ég það embætti að sjá um rekstur húshaldsins. Ég kaupi í matinn, leiðbeini þjón- ustufólkinu, skrifa búreikningana, hefti stílabækur, útrými veggjalúsunum, fer í göngutúra með hund konu minnar, veiði mýs . . . í gærkveldi var mér uppálagt að skaffa eldabuskunni mjöl og smjör, því daginn eftir átti að hafa pönnukökur. Nú, í einu orði sagt, í dag, þegar búið var að baka pönnukökurn- ar, kemur konan mín blaðskellandi inn í eldhús og segir að þrjár af heima- vistarstúlkunum muni ekki borða pönnukökur, því þær séu með hálsbólgu. Þannig sýndi það sig, að við höfðum bakað nokkrum kökum meira en þurfti. Og hvað átti þá að gera við þær? Fyrst skipaði konan mín að fara með þær niður í kjallara, en svo hugsar hún sig um og hugsar sig um, þangað til hún segir: „Éttu þessar pönnukökur sjálfur, fuglahræðan þín!“ Þetta kallar hún mig alltaf, þegar illa liggur á henni: fuglahræðu eða orm eða satan. Og hvaða satan ætli ég sé? Það liggur alltaf illa á henni. Og ég át ekki þessar pönnu- kökur, ég gleypti þær án þess að tyggja, því ég er alltaf soltinn. Til dæmis í gærkveldi, þá lét hún mig ekki fá neinn mat. — „Það er til einskis að vera að gefa þér að éta, fuglahræðan þín,“ sagði hún . .. En, hvað um það, (lítur á úrið) við höfum rabbað meira en góðu liófi gegnir og vikið dálítið frá efninu. Nú höldum við áfram. Enda þótt þið vilduð auðvitað miklu heldur hlusta núna á eitt lítið lag eða einhverja af þessum sinfóníum eðaþá aríu .. . (raular) 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.