Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 69
GUÐRUN I GESTHUSUM getið í blöðunum í hinum löndun- um. Tíðindin voru þau, að ungir menn úr Dölum brugðu sér á gæðingum sínum inn í óbyggðir alla leið til jökla. Það Jrótti skemmtun hin bezta um sólbjartar sumarhelgar. Á heim- leið um kvöldið urðu þeir varir tor- tryggilegra hrafnaláta, svo sem ættu þeir nokkurra góðra bita von innan tíðar. Beint lá við að ætla, að sauð- kind eða stóðhross lægi afvelta þar eigi langt frá. Tóku þeir nú að leita þessa kvikindis, því að þar var eigi aðeins góðra bita von í feitum sauð eða stóðhrossi, heldur var hitt ekki ólíklegt, að hrífa mætti góðan grip úr greipum dauðans. Erfitt var um leit, því að tekið var að bregða dagsbirtu. Þó fundu þeir að lokum hið tilvon- anda hræ á milli þúfna í daladragi milli tveggja ása. En það var ekki sauðkind, og það var ekki hross. Það var mannvera, drengur, sem leit út fyrir að vera um eða innan við tíu ára aldur. Barnið var nær dauða en lífi. Báðir leggir hægri fótar voru í sundur og stóðu brotin út úr holdi og skinni og helblá spilling í kring. And- lit var mikið skaddað, og sagði al- mannarómur, að það væri af völdum hrafna, þótt ekki fylgdi það með í fréttum blaða. En sá orðrómur styrkt- ist síðar við það, er sveinninn var græddur sára sinna, svo sem föng voru á, þá voru saman gróin augna- lok, þar sem sjást skyldi í auga, og út í hægra munnvik var stórt skarð. Þar sögðu menn að krummi hefði ætlað að brjóta sér leið til tungunnar. Eigi mátti hinn ungi sveinn mæla, og veikur andardráttur og eitt star- andi auga og titrandi augabrún var hið eina, sem gaf til kynna, að enn fælist líf með þessum örmagna líkama. Ungu riddararnir ályktuðu sameiginlega, að drengur þessi væri sonur hjónanna í Birkihlíð. Og þegar komið var til bæja með sveininn og maður kominn af stað með þrjá völd- ustu gæðingana, sem völ var á á tveim fremstu dalabæjunum og úr hópi ferðahesta, til að sækja lækni um tvær þingmannaleiðir, þá fóru tveir af stað til Birkihlíðar til að vita, hvað þar mundi títt. Til Birkihlíðar var fjög- urra stunda reið að sumarlagi frá efstu bæjum í Dölum, ef greitt var farið. Þegar þangað kom, gat á að líta. Bæ var þar ekki lengur að sjá, heldur grjóturð eina, þar sem bæjar var von. Hafði skriða fallið úr fjall- inu, og auðvitað þá í ósköpunum, sem á gengu fimmtánda sunnudaginn, Jiegar ærnar flæddi uppi á eyrunum við Dalsá. Þegar liðssafnaður neðan úr sveitinni hafði verið fenginn til graftar í urðina, fundust lík hjóna í kofarústum. Þegar læknir kom á vettvang, hafði húsfreyju tekizt að koma ósköddum líffærum Birkihlíðardrengsins til eðli- legs starfs, og hin sköddu kröfðust sinnar tilveru með þeim ósköpum, að 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.